Ofurforstjórar ekki með bílstjóra 31. janúar 2005 00:01 Enginn efast um að ofurforstjórar Íslands eru ekki vanhaldnir í hlunnindum, en lausleg könnun Fréttablaðsins bendir til að enginn þeirra geti státað af því sem ráðherrar Íslands geta: Að hafa einkabílstjóra. Á hverjum þriðjudegi og föstudegi þegar ríkisstjórnin þingar, má sjá á annan tug glæsibifreiða - yfirleitt í gangi - fyrir utan "hvíta húsið" - stjórnarráðið við Lækjartorg. Inni í bílunum sitja einkabílstjórar ráðherranna tólf því allir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar nýta sér í botn þau réttindi sem þeir hafa lögum samkvæmt: Að hafa einkabílstjóra. "Nei, okkar menn hafa ekki einkabílstjóra," segir Jónas Sigurgeirsson hjá KB banka. "Ég hef aldrei heyrt að Jón Ásgeir hafi einkabílstjóra," segir Sara Lind Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Baugs. Sama gildir um Björgólfs-feðga. Seðlabankastjórar haf þó löngum haft einkabílstjóra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að "praktískar" ástæður séu fyrir því að ráðherrar hafi bíl til umráða og einkabílstjóra. "Þetta er einfaldlega spurning um að gera okkur kleift að helga okkur skyldustörfum okkar eins mikið og mögulegt er." Hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Össur Skarphéðinsson, forkólfar Samfylkingarinnar, nýttu sér réttindi til að hafa einkabílstjóra í síðustu ríkisstjórn sem þáverandi flokkur þeirra, Alþýðuflokkurinn, átti aðild að. Jóhanna Sigurðardóttir segir að kostnaður við bílaflotann og laun bílstjóranna nemi hálfum milljarði á sex árum samkvæmt svari við fyrirspurn hennar á Alþingi: "Ráðherrar eru sífellt að krefjast aðhalds og ættu að sjálfir að sýna gott fordæmi með slíkri ráðdeild." Vegfarendur geta síðan reynt að þreyta kappgöngu við ráðherrabílana, þegar þeir fara frá stjórnarráðshúsinu eftir ríkisstjórnarfundi og bjóða einstefnugötum miðbæjarins birginn í ráðuneytinu og er hætt við að þeir hafi betur. Langflest ráðuneytin eru nefnilega í göngufjarlægð jafnt frá stjórnarráðinu sem alþingishúsinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Enginn efast um að ofurforstjórar Íslands eru ekki vanhaldnir í hlunnindum, en lausleg könnun Fréttablaðsins bendir til að enginn þeirra geti státað af því sem ráðherrar Íslands geta: Að hafa einkabílstjóra. Á hverjum þriðjudegi og föstudegi þegar ríkisstjórnin þingar, má sjá á annan tug glæsibifreiða - yfirleitt í gangi - fyrir utan "hvíta húsið" - stjórnarráðið við Lækjartorg. Inni í bílunum sitja einkabílstjórar ráðherranna tólf því allir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar nýta sér í botn þau réttindi sem þeir hafa lögum samkvæmt: Að hafa einkabílstjóra. "Nei, okkar menn hafa ekki einkabílstjóra," segir Jónas Sigurgeirsson hjá KB banka. "Ég hef aldrei heyrt að Jón Ásgeir hafi einkabílstjóra," segir Sara Lind Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Baugs. Sama gildir um Björgólfs-feðga. Seðlabankastjórar haf þó löngum haft einkabílstjóra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að "praktískar" ástæður séu fyrir því að ráðherrar hafi bíl til umráða og einkabílstjóra. "Þetta er einfaldlega spurning um að gera okkur kleift að helga okkur skyldustörfum okkar eins mikið og mögulegt er." Hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Össur Skarphéðinsson, forkólfar Samfylkingarinnar, nýttu sér réttindi til að hafa einkabílstjóra í síðustu ríkisstjórn sem þáverandi flokkur þeirra, Alþýðuflokkurinn, átti aðild að. Jóhanna Sigurðardóttir segir að kostnaður við bílaflotann og laun bílstjóranna nemi hálfum milljarði á sex árum samkvæmt svari við fyrirspurn hennar á Alþingi: "Ráðherrar eru sífellt að krefjast aðhalds og ættu að sjálfir að sýna gott fordæmi með slíkri ráðdeild." Vegfarendur geta síðan reynt að þreyta kappgöngu við ráðherrabílana, þegar þeir fara frá stjórnarráðshúsinu eftir ríkisstjórnarfundi og bjóða einstefnugötum miðbæjarins birginn í ráðuneytinu og er hætt við að þeir hafi betur. Langflest ráðuneytin eru nefnilega í göngufjarlægð jafnt frá stjórnarráðinu sem alþingishúsinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira