Ofurforstjórar ekki með bílstjóra 31. janúar 2005 00:01 Enginn efast um að ofurforstjórar Íslands eru ekki vanhaldnir í hlunnindum, en lausleg könnun Fréttablaðsins bendir til að enginn þeirra geti státað af því sem ráðherrar Íslands geta: Að hafa einkabílstjóra. Á hverjum þriðjudegi og föstudegi þegar ríkisstjórnin þingar, má sjá á annan tug glæsibifreiða - yfirleitt í gangi - fyrir utan "hvíta húsið" - stjórnarráðið við Lækjartorg. Inni í bílunum sitja einkabílstjórar ráðherranna tólf því allir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar nýta sér í botn þau réttindi sem þeir hafa lögum samkvæmt: Að hafa einkabílstjóra. "Nei, okkar menn hafa ekki einkabílstjóra," segir Jónas Sigurgeirsson hjá KB banka. "Ég hef aldrei heyrt að Jón Ásgeir hafi einkabílstjóra," segir Sara Lind Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Baugs. Sama gildir um Björgólfs-feðga. Seðlabankastjórar haf þó löngum haft einkabílstjóra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að "praktískar" ástæður séu fyrir því að ráðherrar hafi bíl til umráða og einkabílstjóra. "Þetta er einfaldlega spurning um að gera okkur kleift að helga okkur skyldustörfum okkar eins mikið og mögulegt er." Hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Össur Skarphéðinsson, forkólfar Samfylkingarinnar, nýttu sér réttindi til að hafa einkabílstjóra í síðustu ríkisstjórn sem þáverandi flokkur þeirra, Alþýðuflokkurinn, átti aðild að. Jóhanna Sigurðardóttir segir að kostnaður við bílaflotann og laun bílstjóranna nemi hálfum milljarði á sex árum samkvæmt svari við fyrirspurn hennar á Alþingi: "Ráðherrar eru sífellt að krefjast aðhalds og ættu að sjálfir að sýna gott fordæmi með slíkri ráðdeild." Vegfarendur geta síðan reynt að þreyta kappgöngu við ráðherrabílana, þegar þeir fara frá stjórnarráðshúsinu eftir ríkisstjórnarfundi og bjóða einstefnugötum miðbæjarins birginn í ráðuneytinu og er hætt við að þeir hafi betur. Langflest ráðuneytin eru nefnilega í göngufjarlægð jafnt frá stjórnarráðinu sem alþingishúsinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Enginn efast um að ofurforstjórar Íslands eru ekki vanhaldnir í hlunnindum, en lausleg könnun Fréttablaðsins bendir til að enginn þeirra geti státað af því sem ráðherrar Íslands geta: Að hafa einkabílstjóra. Á hverjum þriðjudegi og föstudegi þegar ríkisstjórnin þingar, má sjá á annan tug glæsibifreiða - yfirleitt í gangi - fyrir utan "hvíta húsið" - stjórnarráðið við Lækjartorg. Inni í bílunum sitja einkabílstjórar ráðherranna tólf því allir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar nýta sér í botn þau réttindi sem þeir hafa lögum samkvæmt: Að hafa einkabílstjóra. "Nei, okkar menn hafa ekki einkabílstjóra," segir Jónas Sigurgeirsson hjá KB banka. "Ég hef aldrei heyrt að Jón Ásgeir hafi einkabílstjóra," segir Sara Lind Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Baugs. Sama gildir um Björgólfs-feðga. Seðlabankastjórar haf þó löngum haft einkabílstjóra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að "praktískar" ástæður séu fyrir því að ráðherrar hafi bíl til umráða og einkabílstjóra. "Þetta er einfaldlega spurning um að gera okkur kleift að helga okkur skyldustörfum okkar eins mikið og mögulegt er." Hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Össur Skarphéðinsson, forkólfar Samfylkingarinnar, nýttu sér réttindi til að hafa einkabílstjóra í síðustu ríkisstjórn sem þáverandi flokkur þeirra, Alþýðuflokkurinn, átti aðild að. Jóhanna Sigurðardóttir segir að kostnaður við bílaflotann og laun bílstjóranna nemi hálfum milljarði á sex árum samkvæmt svari við fyrirspurn hennar á Alþingi: "Ráðherrar eru sífellt að krefjast aðhalds og ættu að sjálfir að sýna gott fordæmi með slíkri ráðdeild." Vegfarendur geta síðan reynt að þreyta kappgöngu við ráðherrabílana, þegar þeir fara frá stjórnarráðshúsinu eftir ríkisstjórnarfundi og bjóða einstefnugötum miðbæjarins birginn í ráðuneytinu og er hætt við að þeir hafi betur. Langflest ráðuneytin eru nefnilega í göngufjarlægð jafnt frá stjórnarráðinu sem alþingishúsinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira