Skeytti ekki um líf ungrar stúlku 28. janúar 2005 00:01 Ríflega 32 ára Reykvíkingur hefur verið dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekki komið stúlku sem var í bráðri lífshættu vegna fíkniefnaneyslu til hjálpar. Stúlkan lést mánudagskvöldið 25. ágúst í íbúð við Lindargötu 12. Áður en stúlkan lést höfðu maðurinn og stúlkan bæði verið við fíkniefnaneyslu í íbúðinni frá því snemma að morgni mánudags og fram eftir degi. Maðurinn bar því við fyrir dómi að eftir klukkan fjögur síðdegis hefði hann farið í annað hús að sækja hass. Þegar hann hefði komið til baka fimmtán mínútum síðar hefði stúlkan verið í krampakasti eftir að hafa sprautað sig með fíkniefnum. Maðurinn sagðist hafa sett hendur sínar undir handarkrika stúlkunnar og gengið með hana um gólf. Síðan hefði hann tvisvar sett hana í kalda sturtu og lagt hana í rúm inni í svefnherbergi. Þar hafi hún skolfið í krampa og verið með froðu í báðum munnvikum. Maðurinn sagðist hafa beitt blástursaðferð og hjartahnoði áður en hann hringdi í Neyðarlínuna um klukkan 20.30. Þegar lögreglan kom á vettvang lá stúlkan nakin í rúminu með breitt upp að vanga. Lögreglan segir að húð stúlkunnar hafi verið orðin gul að lit, köld viðkomu og enginn púls fundist. Í krufningarskýrslu kemur fram að stúlkan hafi látist vegna banvænar kókaíns- og e-töflu eitrunar. Í skýrslunni kemur einnig fram að hugsanlegt hafi verið að stúlkan hefði lifað eitrunina af, hefði henni verið strax komið undir læknishendur. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki vera ábyrgur gerða sinna umræddan dag því hann hefði verið í losti vegna þess sem komið hefði fyrir stúlkuna og undir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins segir að framferði mannsins þennan umrædda dag beri vott um skeytingarleysi hans gagnvart lífi ungrar stúlku sem í ástandi sínu hafi verið honum að öllu leyti háð um líf sitt. "Er hér um alvarlegt brot að ræða," segir í dómnum. Frá því árið 1993 hefur maðurinn nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir auðgunar- og fíkniefnabrot. Síðast gekkst hann undir dómssátt vegna fíkniefnabrots í apríl árið 2003. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Ríflega 32 ára Reykvíkingur hefur verið dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekki komið stúlku sem var í bráðri lífshættu vegna fíkniefnaneyslu til hjálpar. Stúlkan lést mánudagskvöldið 25. ágúst í íbúð við Lindargötu 12. Áður en stúlkan lést höfðu maðurinn og stúlkan bæði verið við fíkniefnaneyslu í íbúðinni frá því snemma að morgni mánudags og fram eftir degi. Maðurinn bar því við fyrir dómi að eftir klukkan fjögur síðdegis hefði hann farið í annað hús að sækja hass. Þegar hann hefði komið til baka fimmtán mínútum síðar hefði stúlkan verið í krampakasti eftir að hafa sprautað sig með fíkniefnum. Maðurinn sagðist hafa sett hendur sínar undir handarkrika stúlkunnar og gengið með hana um gólf. Síðan hefði hann tvisvar sett hana í kalda sturtu og lagt hana í rúm inni í svefnherbergi. Þar hafi hún skolfið í krampa og verið með froðu í báðum munnvikum. Maðurinn sagðist hafa beitt blástursaðferð og hjartahnoði áður en hann hringdi í Neyðarlínuna um klukkan 20.30. Þegar lögreglan kom á vettvang lá stúlkan nakin í rúminu með breitt upp að vanga. Lögreglan segir að húð stúlkunnar hafi verið orðin gul að lit, köld viðkomu og enginn púls fundist. Í krufningarskýrslu kemur fram að stúlkan hafi látist vegna banvænar kókaíns- og e-töflu eitrunar. Í skýrslunni kemur einnig fram að hugsanlegt hafi verið að stúlkan hefði lifað eitrunina af, hefði henni verið strax komið undir læknishendur. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki vera ábyrgur gerða sinna umræddan dag því hann hefði verið í losti vegna þess sem komið hefði fyrir stúlkuna og undir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins segir að framferði mannsins þennan umrædda dag beri vott um skeytingarleysi hans gagnvart lífi ungrar stúlku sem í ástandi sínu hafi verið honum að öllu leyti háð um líf sitt. "Er hér um alvarlegt brot að ræða," segir í dómnum. Frá því árið 1993 hefur maðurinn nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir auðgunar- og fíkniefnabrot. Síðast gekkst hann undir dómssátt vegna fíkniefnabrots í apríl árið 2003.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira