Skeytti ekki um líf ungrar stúlku 28. janúar 2005 00:01 Ríflega 32 ára Reykvíkingur hefur verið dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekki komið stúlku sem var í bráðri lífshættu vegna fíkniefnaneyslu til hjálpar. Stúlkan lést mánudagskvöldið 25. ágúst í íbúð við Lindargötu 12. Áður en stúlkan lést höfðu maðurinn og stúlkan bæði verið við fíkniefnaneyslu í íbúðinni frá því snemma að morgni mánudags og fram eftir degi. Maðurinn bar því við fyrir dómi að eftir klukkan fjögur síðdegis hefði hann farið í annað hús að sækja hass. Þegar hann hefði komið til baka fimmtán mínútum síðar hefði stúlkan verið í krampakasti eftir að hafa sprautað sig með fíkniefnum. Maðurinn sagðist hafa sett hendur sínar undir handarkrika stúlkunnar og gengið með hana um gólf. Síðan hefði hann tvisvar sett hana í kalda sturtu og lagt hana í rúm inni í svefnherbergi. Þar hafi hún skolfið í krampa og verið með froðu í báðum munnvikum. Maðurinn sagðist hafa beitt blástursaðferð og hjartahnoði áður en hann hringdi í Neyðarlínuna um klukkan 20.30. Þegar lögreglan kom á vettvang lá stúlkan nakin í rúminu með breitt upp að vanga. Lögreglan segir að húð stúlkunnar hafi verið orðin gul að lit, köld viðkomu og enginn púls fundist. Í krufningarskýrslu kemur fram að stúlkan hafi látist vegna banvænar kókaíns- og e-töflu eitrunar. Í skýrslunni kemur einnig fram að hugsanlegt hafi verið að stúlkan hefði lifað eitrunina af, hefði henni verið strax komið undir læknishendur. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki vera ábyrgur gerða sinna umræddan dag því hann hefði verið í losti vegna þess sem komið hefði fyrir stúlkuna og undir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins segir að framferði mannsins þennan umrædda dag beri vott um skeytingarleysi hans gagnvart lífi ungrar stúlku sem í ástandi sínu hafi verið honum að öllu leyti háð um líf sitt. "Er hér um alvarlegt brot að ræða," segir í dómnum. Frá því árið 1993 hefur maðurinn nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir auðgunar- og fíkniefnabrot. Síðast gekkst hann undir dómssátt vegna fíkniefnabrots í apríl árið 2003. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Ríflega 32 ára Reykvíkingur hefur verið dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekki komið stúlku sem var í bráðri lífshættu vegna fíkniefnaneyslu til hjálpar. Stúlkan lést mánudagskvöldið 25. ágúst í íbúð við Lindargötu 12. Áður en stúlkan lést höfðu maðurinn og stúlkan bæði verið við fíkniefnaneyslu í íbúðinni frá því snemma að morgni mánudags og fram eftir degi. Maðurinn bar því við fyrir dómi að eftir klukkan fjögur síðdegis hefði hann farið í annað hús að sækja hass. Þegar hann hefði komið til baka fimmtán mínútum síðar hefði stúlkan verið í krampakasti eftir að hafa sprautað sig með fíkniefnum. Maðurinn sagðist hafa sett hendur sínar undir handarkrika stúlkunnar og gengið með hana um gólf. Síðan hefði hann tvisvar sett hana í kalda sturtu og lagt hana í rúm inni í svefnherbergi. Þar hafi hún skolfið í krampa og verið með froðu í báðum munnvikum. Maðurinn sagðist hafa beitt blástursaðferð og hjartahnoði áður en hann hringdi í Neyðarlínuna um klukkan 20.30. Þegar lögreglan kom á vettvang lá stúlkan nakin í rúminu með breitt upp að vanga. Lögreglan segir að húð stúlkunnar hafi verið orðin gul að lit, köld viðkomu og enginn púls fundist. Í krufningarskýrslu kemur fram að stúlkan hafi látist vegna banvænar kókaíns- og e-töflu eitrunar. Í skýrslunni kemur einnig fram að hugsanlegt hafi verið að stúlkan hefði lifað eitrunina af, hefði henni verið strax komið undir læknishendur. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki vera ábyrgur gerða sinna umræddan dag því hann hefði verið í losti vegna þess sem komið hefði fyrir stúlkuna og undir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins segir að framferði mannsins þennan umrædda dag beri vott um skeytingarleysi hans gagnvart lífi ungrar stúlku sem í ástandi sínu hafi verið honum að öllu leyti háð um líf sitt. "Er hér um alvarlegt brot að ræða," segir í dómnum. Frá því árið 1993 hefur maðurinn nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir auðgunar- og fíkniefnabrot. Síðast gekkst hann undir dómssátt vegna fíkniefnabrots í apríl árið 2003.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira