Innlent

Fólk ætti að fá að brugga

Leyfa verður fólki að framleiða léttvín og líkjöra, sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, á þingfundi Alþingis í gær. Guðjón, ásamt þingmönnum úr öllum flokkum Alþingis utan Framsóknarflokksins, er flutningsmaður frumvarps um breytt áfengislög. "Ég tel að þarna sé eftir þó nokkru að slægjast," sagði Guðjón. Verði heimilt að brugga komi þekking og hæfileikar fólks til framleiðslu íslenskra vína upp á yfirborðið. Það geti leitt til atvinnurekstrar á því sviði í framtíðinni.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×