Ótti um snjóflóð 17. janúar 2005 00:01 53 íbúar í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ gátu ekki sofið í rúmum sínum í nótt vegna snjóflóðahættu. Alls voru rýmd 28 hús, bæði íbúðarhús og vinnustaðir. Þá voru vegir víða lokaðir eða takmarkanir settar á umferð vegna snjóflóðahættu úr bröttum hlíðum. Hættumat verður endurmetið nú strax í morgunsárið. Sjö til níu íbúar við Árvelli í Hnífsdal þar sem snjóflóð féll í byrjun janúar rýmdu hús sín í gær. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir ekki verða búið við Árvelli í framtíðinni þar sem stendur til að kaupa upp húsin. Eins segir hann mörg hús á hættusvæðum þegar hafa verið keypt upp og því hafi færri þurft að yfirgefa heimili sín en ella. Magni Guðmundsson er nýfluttur af Seljalandi vegna snjóflóðahættu og býr nú ásamt konu sinni á Skógarbraut sem er tvö hundruð metra frá gamla heimilinu. Í gærdag þurfti Magni að rýma vinnustað sinn, Netagerð Vestfjarða, ásamt vinnufélögunum vegna snjóflóðahættu. Húsið Seljaland var keypt af Magna og konunni hans síðasta haust af Ísafjarðarbæ og ofanflóðanefnd. Síðasta föstudag fluttu þau alveg yfir á Skógarbraut en þegar þurfti að rýma á Ísafirði í byrjun janúar gistu þau nokkrar nætur í nýja húsinu. Þau ætla að leigja Seljaland yfir sumartímann en leyfilegt er að vera í húsinu sex mánuði á ári. Magni segir ástæðuna vera að honum hafi liðið vel á Seljalandi sem er gamalt sveitasetur. Hann hafi aldrei haft áhyggjur af snjóflóðum þó að flóð hafi fallið á húsið árið 1947. Jafnframt bendir hann á þarna hafi verið búið í átta hundruð ár. "Aðrir hafa haft meiri áhyggjur af okkur þarna en við sjálf," segir Magni. Honum finnst undarlegt að ekki hafi verið hægt að verja húsið sem sé mitt á milli garðsins og þess sem enn er kallað hættusvæði. "Kostnaður við að verja húsið átti að vera á milli tuttugu til þrjátíu milljónir en það þótti of mikið. Aftur á móti fór kostnaður við varnargarðinn, sem ég bý núna undir, um 130 milljónir fram úr áætlun," segir Magni. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
53 íbúar í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ gátu ekki sofið í rúmum sínum í nótt vegna snjóflóðahættu. Alls voru rýmd 28 hús, bæði íbúðarhús og vinnustaðir. Þá voru vegir víða lokaðir eða takmarkanir settar á umferð vegna snjóflóðahættu úr bröttum hlíðum. Hættumat verður endurmetið nú strax í morgunsárið. Sjö til níu íbúar við Árvelli í Hnífsdal þar sem snjóflóð féll í byrjun janúar rýmdu hús sín í gær. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir ekki verða búið við Árvelli í framtíðinni þar sem stendur til að kaupa upp húsin. Eins segir hann mörg hús á hættusvæðum þegar hafa verið keypt upp og því hafi færri þurft að yfirgefa heimili sín en ella. Magni Guðmundsson er nýfluttur af Seljalandi vegna snjóflóðahættu og býr nú ásamt konu sinni á Skógarbraut sem er tvö hundruð metra frá gamla heimilinu. Í gærdag þurfti Magni að rýma vinnustað sinn, Netagerð Vestfjarða, ásamt vinnufélögunum vegna snjóflóðahættu. Húsið Seljaland var keypt af Magna og konunni hans síðasta haust af Ísafjarðarbæ og ofanflóðanefnd. Síðasta föstudag fluttu þau alveg yfir á Skógarbraut en þegar þurfti að rýma á Ísafirði í byrjun janúar gistu þau nokkrar nætur í nýja húsinu. Þau ætla að leigja Seljaland yfir sumartímann en leyfilegt er að vera í húsinu sex mánuði á ári. Magni segir ástæðuna vera að honum hafi liðið vel á Seljalandi sem er gamalt sveitasetur. Hann hafi aldrei haft áhyggjur af snjóflóðum þó að flóð hafi fallið á húsið árið 1947. Jafnframt bendir hann á þarna hafi verið búið í átta hundruð ár. "Aðrir hafa haft meiri áhyggjur af okkur þarna en við sjálf," segir Magni. Honum finnst undarlegt að ekki hafi verið hægt að verja húsið sem sé mitt á milli garðsins og þess sem enn er kallað hættusvæði. "Kostnaður við að verja húsið átti að vera á milli tuttugu til þrjátíu milljónir en það þótti of mikið. Aftur á móti fór kostnaður við varnargarðinn, sem ég bý núna undir, um 130 milljónir fram úr áætlun," segir Magni.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira