Tveggja manna ákvörðun segir Guðni 16. janúar 2005 00:01 Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðunina um veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða orka tvímælis. Tveir menn hafi tekið þá ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segir að ráðherrann sé með ummælum sínum að treysta stöðu sína fyrir flokksþing Framsóknarflokksins í febrúar. Guðni sagði við Fréttablaðið í dag að ákvörðunin um að Ísland yrði á lista hinna staðföstu þjóða sem styddu innrásina í Írak hefði verið tekin af tveimur mönnum, það er formönnum stjórnarflokkanna. Hann bætti svo um betur í viðtali í Sunnudagsþættinum á Skjá einum í dag og sagðist ekki vita af hverju þeir hafi tekið þessa ákvörðun. „Þeir verða bara að verja sig í því,“ sagði Guðni og bætti við að að sínu mati orkaði hún tvímælis. Hins vegar væri ljóst að Saddam Hussein væri enginn gæðadrengur. Guðni sagðist styðja innrásina í viðtali við Fréttablaðið þann 26. mars 2003. Orðrétt sagði Guðni: „Framsóknarmenn eru eins og allir Íslendingar andvígir stríði og manndrápum. Ég styð þetta stríð á hendur Saddam Hussein en ber harm í brjósti þegar til slíkrar orustu er lagt.“ Þá segir blaðið: „Guðni segist styðja Halldór Ásgrímsson, formann sinn, í þessu máli og hann telur að rétt hafi verið af Íslendingum að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem standa með bandamönnum í stað þess að leita samkomulags innan Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn Írak.“ Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem hefur lýst andstöðu við stuðning Íslands frá upphafi, segir að yfirlýsingar Guðna Ágústssonar nú, skömmu fyrir flokksþing Framsóknarflokksins, beri ekki vott um mikið pólitískt hugrekki. Það sé dapurlegt að hann hafi kosið að þegja í tvö ár en tala nú þegar hann þurfi endurnýjað umboð til starfa. Kristinn kveðst spyrja sig hvernig jafn valdamikill maður og varaformaður flokksins geti leyft sér að þegja allan þennan tíma og beita sér ekki til að fylgja eftir þeim sjónarmiðum sem hann var kosinn sérstaklega til að vera fulltrúi fyrir. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðunina um veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða orka tvímælis. Tveir menn hafi tekið þá ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segir að ráðherrann sé með ummælum sínum að treysta stöðu sína fyrir flokksþing Framsóknarflokksins í febrúar. Guðni sagði við Fréttablaðið í dag að ákvörðunin um að Ísland yrði á lista hinna staðföstu þjóða sem styddu innrásina í Írak hefði verið tekin af tveimur mönnum, það er formönnum stjórnarflokkanna. Hann bætti svo um betur í viðtali í Sunnudagsþættinum á Skjá einum í dag og sagðist ekki vita af hverju þeir hafi tekið þessa ákvörðun. „Þeir verða bara að verja sig í því,“ sagði Guðni og bætti við að að sínu mati orkaði hún tvímælis. Hins vegar væri ljóst að Saddam Hussein væri enginn gæðadrengur. Guðni sagðist styðja innrásina í viðtali við Fréttablaðið þann 26. mars 2003. Orðrétt sagði Guðni: „Framsóknarmenn eru eins og allir Íslendingar andvígir stríði og manndrápum. Ég styð þetta stríð á hendur Saddam Hussein en ber harm í brjósti þegar til slíkrar orustu er lagt.“ Þá segir blaðið: „Guðni segist styðja Halldór Ásgrímsson, formann sinn, í þessu máli og hann telur að rétt hafi verið af Íslendingum að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem standa með bandamönnum í stað þess að leita samkomulags innan Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn Írak.“ Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem hefur lýst andstöðu við stuðning Íslands frá upphafi, segir að yfirlýsingar Guðna Ágústssonar nú, skömmu fyrir flokksþing Framsóknarflokksins, beri ekki vott um mikið pólitískt hugrekki. Það sé dapurlegt að hann hafi kosið að þegja í tvö ár en tala nú þegar hann þurfi endurnýjað umboð til starfa. Kristinn kveðst spyrja sig hvernig jafn valdamikill maður og varaformaður flokksins geti leyft sér að þegja allan þennan tíma og beita sér ekki til að fylgja eftir þeim sjónarmiðum sem hann var kosinn sérstaklega til að vera fulltrúi fyrir.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira