Innlent

Fok víða um land

Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í Grindavík í nótt til að hemja fok af þaki fjárhúss í svonefndu Bakkalá fjárhúsahverfi. Þeir náðu að hefta frekara fok, eftir því sem best er vitað, og mun enga kind hafa sakað. Stór tengivagn lagði af stað í Njarðvík í nótt, án aðstoðar dráttarbíls, og rann stjórnlaust eftir svellbunkum þar til lögreglumenn og fleiri náðu að stöðva hann áður en hann ylli tjóni. Lausir hlutir eins og fiskkör færðust úr stað í Vestmannaeyjum og þar þurfti að kalla út bæjarstarfsmenn vegna flóðahættu í húsum eftir að niðurföll höfðu stíflast í vatnsveðrinu sem fylgdi hvassviðrinu. Hvergi er þó vitað um alvarlegt tjón.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×