Innlent

Biðtími styttist verulega

Fyrir ári biðu um 700 manns eftir heyrnartækjum en nú eru 250 manns á biðlista. Á árinu 2004 voru seld 2.004 heyrnartæki til 1260 einstaklinga og eru í þeim hópi bæði þeir sem eru að endurnýja tæki og þeir sem eru að fá ný tæki. Rúmlega 2% Íslendinga nota heyrnartæki en ef tekið er mið af erlendum rannsóknum má gera ráð fyrir að allt að 15% þjóðarinnar sé heyrnarskertur. 


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×