Sagði vinnubrögð niðurlægjandi 10. febrúar 2005 00:01 Formanni Vinstri - grænna var brugðið yfir viðtali við forsætisráðherra á Stöð tvö í gær og segir að vinnubrögðin, sem hann lýsti varðandi stuðninginn við innrásina í Írak, hafi verið niðurlægjandi fyrir íslensku þjóðina. Stjórnarliðar hvöttu stjórnarandstöðuna til að snúa sér að öðru. Stjórnarandstaðan ítrekaði á Alþingi í dag kröfu sína um að skipuð yrði sérstök rannsóknarnefnd til að kanna tildrög þess að Ísland var á lista hinna viljugu þjóða sem studdu innrásina í Írak. Tilefnið að þessu sinni var viðtal við Halldór Ásgrímsson á Stöð 2 í gær. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og sagði að stjórnarandstaðan hefði haldið því fram að stuðningurinn við innrásina hefði verið ákveðinn vegna pólitísks þrýstings frá Bandaríkjamönnum og vegna þess að varnarhagsmunir blönduðust inn í málið. Forsætisráðherra hefði staðfest í gær að það hefði verið þrýstingur Bandaríkjamanna sem hefði leitt til ákvörðunarinnar um stuðning. Halldór Ásgrímsson svaraði Össuri og sagði að enn á ný kæmi hann í pontu á Alþingi til þess að vekja á sér athygli og þráspyrði sig um atburði sem hefðu verið fyrir tæpum tveimur árum. Össur myndi hins ekki það sem hann hefði hlustað á í gærkvöld og færi með rangt mál. Halldór sagðist hafa sagt í viðtalinu að það væru engin bein tengsl á milli varnarhagsmuna Íslands og Íraksmálsins. Ef það kæmi Össuri á óvart að það væri náið samstarf milli Bandaríkjanna og Íslands þá væri hann furðu lostinn yfir því. Halldór sagði að Össur hefði farið með rangt mál og hvatti hann til að lesa viðtalið áður en hann kæmi næst upp. Össur svaraði því til að hann væri með það í þingsal en Halldór sagði þá að hann kynni þá ekki að lesa og gæti ekki ætlast til þess að halda áfram að þráspyrja forsætisráðherra um Íraksmálið ef hann myndi ekki það sem hann hefði hlustað á í gærkvöld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði við umræðurnar að pukrast hefði verið með málið að ósk bandarísku ríkisstjórnarinnar og nafn Íslands birtist á lista hinna viljugu þegar Bandaríkjamönnum hentaði. Bandaríkjamönnum hefðu verið gefin frjáls afnot af nafni Íslands til að nota þegar þeim sýndist og eins og þeim sýndist, ólögmætum stríðaðgerðum sínum til stuðnings og réttlætingar. Einnig væri viðurkennt óbeint að menn hefðu verið að borga á sig vegna væntanlegra samningaviðræðna við herinn um fjórar gamlar herþotur. „Þvílík niðurlæging fyrir utanríkismál einnar sjálfstæðrar þjóðar," sagði Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Formanni Vinstri - grænna var brugðið yfir viðtali við forsætisráðherra á Stöð tvö í gær og segir að vinnubrögðin, sem hann lýsti varðandi stuðninginn við innrásina í Írak, hafi verið niðurlægjandi fyrir íslensku þjóðina. Stjórnarliðar hvöttu stjórnarandstöðuna til að snúa sér að öðru. Stjórnarandstaðan ítrekaði á Alþingi í dag kröfu sína um að skipuð yrði sérstök rannsóknarnefnd til að kanna tildrög þess að Ísland var á lista hinna viljugu þjóða sem studdu innrásina í Írak. Tilefnið að þessu sinni var viðtal við Halldór Ásgrímsson á Stöð 2 í gær. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og sagði að stjórnarandstaðan hefði haldið því fram að stuðningurinn við innrásina hefði verið ákveðinn vegna pólitísks þrýstings frá Bandaríkjamönnum og vegna þess að varnarhagsmunir blönduðust inn í málið. Forsætisráðherra hefði staðfest í gær að það hefði verið þrýstingur Bandaríkjamanna sem hefði leitt til ákvörðunarinnar um stuðning. Halldór Ásgrímsson svaraði Össuri og sagði að enn á ný kæmi hann í pontu á Alþingi til þess að vekja á sér athygli og þráspyrði sig um atburði sem hefðu verið fyrir tæpum tveimur árum. Össur myndi hins ekki það sem hann hefði hlustað á í gærkvöld og færi með rangt mál. Halldór sagðist hafa sagt í viðtalinu að það væru engin bein tengsl á milli varnarhagsmuna Íslands og Íraksmálsins. Ef það kæmi Össuri á óvart að það væri náið samstarf milli Bandaríkjanna og Íslands þá væri hann furðu lostinn yfir því. Halldór sagði að Össur hefði farið með rangt mál og hvatti hann til að lesa viðtalið áður en hann kæmi næst upp. Össur svaraði því til að hann væri með það í þingsal en Halldór sagði þá að hann kynni þá ekki að lesa og gæti ekki ætlast til þess að halda áfram að þráspyrja forsætisráðherra um Íraksmálið ef hann myndi ekki það sem hann hefði hlustað á í gærkvöld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði við umræðurnar að pukrast hefði verið með málið að ósk bandarísku ríkisstjórnarinnar og nafn Íslands birtist á lista hinna viljugu þegar Bandaríkjamönnum hentaði. Bandaríkjamönnum hefðu verið gefin frjáls afnot af nafni Íslands til að nota þegar þeim sýndist og eins og þeim sýndist, ólögmætum stríðaðgerðum sínum til stuðnings og réttlætingar. Einnig væri viðurkennt óbeint að menn hefðu verið að borga á sig vegna væntanlegra samningaviðræðna við herinn um fjórar gamlar herþotur. „Þvílík niðurlæging fyrir utanríkismál einnar sjálfstæðrar þjóðar," sagði Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira