Sniffuðu kókaín á salernisvaskinum 20. janúar 2005 00:01 Nokkrir veitingahúsaeigendur sem Fréttablaðið ræddi við segja að ekki fari á milli mála að talsvert mikið sé notað af kókaíni samhliða skemmtanahaldi í miðborg Reykjavíkur. Fréttablaðið ræddi einnig við mann sem nýlega fór út að skemmta sér og var heldur brugðið þegar hann fór inn á salerni ónefnds skemmtistaðar í miðborginni þar sem jakkafataklæddir menn sniffuðu kókaín af vaskborði fyrir allra augum. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið saman og með lögreglunni og talið fíkniefnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmtanamynstrinu. Einn veitingahúseigandinn sagði því miður greinilegt að neysla kókaíns væri nokkuð stórt vandamál sem virtist fara vaxandi. Ungu fólki sem rétt hefur aldur til að fara inn á skemmtistaðina fyndist sjálfsagt mál að kókaín væri hluti af skemmtanalífinu. Hann segist nokkuð oft heyra sögur af samkvæmum sem fólk hafi verið í áður en haldið var af stað í miðbæinn þar sem nóg hafi verið af kókaíni. Annar maður sem rekur skemmtistað segir kókaínneysluna virðast vera svo sjálfsagða í augum margra þeirra sem neyta kókaínsins að þeir fari ekki einu sinni leynt með neysluna. Á að minnsta kosti einum skemmtistaðanna hefur verið sett upp gæsla við salernin til að reyna að sporna við því að fíkniefnanna sé neytt inni á veitingastaðnum. Þeir sem blaðið ræddi við voru sammála um að margt hafi breyst með lengri opnunartíma skemmtistaðanna. Fáir geti haldið út að skemmta sér frá kvöldmat og fram á rauðan morgun, kvöld eftir kvöld og helgi eftir helgi, án hjálpar örvandi efna. Á nokkrum skemmtistöðum hefur verið tekið upp á því að selja vatnsglös þar sem sala áfengis hefur minnkað í kjölfar neyslu annarra vímuefna. Aðrir staðir selja ekki vatnsglösin og merkja ekki lakari sölu áfengis þrátt fyrir að vart hafi verið við neyslu kókaíns og annarra örvandi efna inni á stöðunum. Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Nokkrir veitingahúsaeigendur sem Fréttablaðið ræddi við segja að ekki fari á milli mála að talsvert mikið sé notað af kókaíni samhliða skemmtanahaldi í miðborg Reykjavíkur. Fréttablaðið ræddi einnig við mann sem nýlega fór út að skemmta sér og var heldur brugðið þegar hann fór inn á salerni ónefnds skemmtistaðar í miðborginni þar sem jakkafataklæddir menn sniffuðu kókaín af vaskborði fyrir allra augum. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið saman og með lögreglunni og talið fíkniefnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmtanamynstrinu. Einn veitingahúseigandinn sagði því miður greinilegt að neysla kókaíns væri nokkuð stórt vandamál sem virtist fara vaxandi. Ungu fólki sem rétt hefur aldur til að fara inn á skemmtistaðina fyndist sjálfsagt mál að kókaín væri hluti af skemmtanalífinu. Hann segist nokkuð oft heyra sögur af samkvæmum sem fólk hafi verið í áður en haldið var af stað í miðbæinn þar sem nóg hafi verið af kókaíni. Annar maður sem rekur skemmtistað segir kókaínneysluna virðast vera svo sjálfsagða í augum margra þeirra sem neyta kókaínsins að þeir fari ekki einu sinni leynt með neysluna. Á að minnsta kosti einum skemmtistaðanna hefur verið sett upp gæsla við salernin til að reyna að sporna við því að fíkniefnanna sé neytt inni á veitingastaðnum. Þeir sem blaðið ræddi við voru sammála um að margt hafi breyst með lengri opnunartíma skemmtistaðanna. Fáir geti haldið út að skemmta sér frá kvöldmat og fram á rauðan morgun, kvöld eftir kvöld og helgi eftir helgi, án hjálpar örvandi efna. Á nokkrum skemmtistöðum hefur verið tekið upp á því að selja vatnsglös þar sem sala áfengis hefur minnkað í kjölfar neyslu annarra vímuefna. Aðrir staðir selja ekki vatnsglösin og merkja ekki lakari sölu áfengis þrátt fyrir að vart hafi verið við neyslu kókaíns og annarra örvandi efna inni á stöðunum.
Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira