Hafísinn hamlaði skipaumferð 13. mars 2005 00:01 "Við máttum prísa okkur sæla að vera ekki mikið seinna á ferð enda var flóinn við það að lokast," sagði Stefán Sigurðsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Árbaki, en hann lenti í hrakningum vegna hafíss í Húnaflóa í gærdag. Allt fór vel að lokum en Stefán sagði að litlu hefði munað og stýra hefði þurft skipinu því sem næst upp í land Skagafjarðarmegin til að komast á auðan sjó. Eitthvað var um að önnur skip og bátar lentu í tímabundnum vandræðum vegna íssins en sökum brælu víða á miðum fyrir norðan fóru mun færri skip út en ella. Olíuskip sem lagði af stað frá Akureyri áleiðis til meginlands Evrópu undir morgun sneri við til hafnar þegar ljóst var orðið að talsverður ís var í mynni Eyjafjarðar. Þrír aðrir bátar lentu einnig í smávægilegum vandræðum þar en komust um síðir farsællega burt. Skipstjóri rækjuveiðibáts frá Húsavík taldi sig heppinn að komast hjá tjóni í Húnaflóa og um kvöldmatarleytið í gærkvöld var hafís kominn inn á flesta firði og flóa fyrir norðan landið. Húnaflóinn var við að lokast og umferð þar orðin afar varhugaverð. Steinn Leó Rögnvaldsson, bóndi að Hrauni á Skaga, sagði eitthvað af ís farið að berast inn á Skagafjörðinn og fylla smærri víkur við mynnið en ísinn væri laus í sér og líklegur til að bráðna fljótlega. "Það er þó enn talsvert magn að berast inn fjörðinn enda gola af norðri og eitthvað á eftir að bæta í áður en hann fer að bráðna." "Það hefur verið áberandi hvað ísinn hefur heldur leitað vestur á bóginn í dag," sagði Hafþór Þorvaldsson, skipstjóri á Röstinni frá Sauðárkróki, en skipið hefur verið rækjuveiðum á Skjálfanda síðustu daga. Hafþór sagðist ekki haft lent í ís sem neinu næmi en stór ísrönd væri vel sjáanleg skammt frá og stöku jakar ættu leið hjá. Ekkert ískönnunarflug var flogið í gær og staðan óviss fyrir vestan og austan en þeir sjómenn sem Fréttablaðið náði tali af á þessum stöðum höfðu ekki orðið varir við mikinn ís í gærkvöld. Í Grímsey var staðan betri en í fyrradag þar sem mestur ísinn var farinn framhjá eynni. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
"Við máttum prísa okkur sæla að vera ekki mikið seinna á ferð enda var flóinn við það að lokast," sagði Stefán Sigurðsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Árbaki, en hann lenti í hrakningum vegna hafíss í Húnaflóa í gærdag. Allt fór vel að lokum en Stefán sagði að litlu hefði munað og stýra hefði þurft skipinu því sem næst upp í land Skagafjarðarmegin til að komast á auðan sjó. Eitthvað var um að önnur skip og bátar lentu í tímabundnum vandræðum vegna íssins en sökum brælu víða á miðum fyrir norðan fóru mun færri skip út en ella. Olíuskip sem lagði af stað frá Akureyri áleiðis til meginlands Evrópu undir morgun sneri við til hafnar þegar ljóst var orðið að talsverður ís var í mynni Eyjafjarðar. Þrír aðrir bátar lentu einnig í smávægilegum vandræðum þar en komust um síðir farsællega burt. Skipstjóri rækjuveiðibáts frá Húsavík taldi sig heppinn að komast hjá tjóni í Húnaflóa og um kvöldmatarleytið í gærkvöld var hafís kominn inn á flesta firði og flóa fyrir norðan landið. Húnaflóinn var við að lokast og umferð þar orðin afar varhugaverð. Steinn Leó Rögnvaldsson, bóndi að Hrauni á Skaga, sagði eitthvað af ís farið að berast inn á Skagafjörðinn og fylla smærri víkur við mynnið en ísinn væri laus í sér og líklegur til að bráðna fljótlega. "Það er þó enn talsvert magn að berast inn fjörðinn enda gola af norðri og eitthvað á eftir að bæta í áður en hann fer að bráðna." "Það hefur verið áberandi hvað ísinn hefur heldur leitað vestur á bóginn í dag," sagði Hafþór Þorvaldsson, skipstjóri á Röstinni frá Sauðárkróki, en skipið hefur verið rækjuveiðum á Skjálfanda síðustu daga. Hafþór sagðist ekki haft lent í ís sem neinu næmi en stór ísrönd væri vel sjáanleg skammt frá og stöku jakar ættu leið hjá. Ekkert ískönnunarflug var flogið í gær og staðan óviss fyrir vestan og austan en þeir sjómenn sem Fréttablaðið náði tali af á þessum stöðum höfðu ekki orðið varir við mikinn ís í gærkvöld. Í Grímsey var staðan betri en í fyrradag þar sem mestur ísinn var farinn framhjá eynni.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira