Hengdur upp á höndunum 19. mars 2005 00:01 Þrenn handjárn voru sett á Bobby Fischer og hann hengdur upp á höndunum eftir að hann sló fangavörð, að sögn Sæmundar Pálssonar. Hann segir Íslendinga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að Fischer geti ekki framfleytt sér hér á landi. Nú þegar allar líkur eru á því að Bobby Fischer verði Íslendingur í nánustu framtíð eru margir sem velta því fyrir sér hvað hann ætli að gera þegar hann kemur hingað. Ef einhver hefur hugmynd um það, annar en Fischer sjálfur, er það Sæmundur Pálsson, besti vinur hans. Sæmundur segir að Fischer komi líklega til landsins með kærustu sinni, Myoko Watai, en hann viti ekki betur en að það gangi eftir. Sæmundur segir líklegast að parið komi sér fyrir á hóteli til að byrja með. Ýmsir hafa haft samband við fréttastofu síðustu daga vegna umfjöllunar um mál Fischers og lýst yfir áhyggjum af því að hann komi hingað og leggist upp á íslenska ríkið. Sæmundur segir menn geta verið rólega yfir því, Fischer eigi aura, en á hinn bóginn hafi heilsu hans hrakað eftir meira en átta mánaða vist í fangabúðunum. Það hefur svo sem ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með Bobby Fischer að hann er kannski ekki sá sterkasti á andlega sviðinu. Hann sló til dæmis til fangavarðar og laskaði á honum nefið. Sæmundur segir það alveg rétt að Fischer eigi erfitt með skap og hann þurfi á sálfræðimeðferð að halda, en meðferðin á honum í fangabúðunum sé samt alltof harkaleg og ýti beinlínis undir svona viðbrögð. Sæmundur segir að eftir að Fischer hafi slegið til fangavarðarins hafi hann verið beittur hörku og settur í þrenn handjárn fyrir aftan bak og þau hafi verið hert mjög. Hann hafi svo verið hengdur upp á handjárnunum í tvo eða þrjá tíma og hann hafi talið að þetta yrði sitt síðasta. Sæmundur segist lítið hafa getið um þessa hálfgerðu pyntingu þar sem hanni viti að það hefði ekki fallið í góðan jarðveg hjá Japönum ef þeir vissu að hann hefði verið beittur slíkri hörku. Það er heilmikið álag og áreiti sem fylgir hlutverki Sæmundar í þessu máli. Hann talar við Fischer daglega og símreikningarnir hækka bara og hækka. Hann segist þó tilbúinn að fara aftur til Japans um leið og Fischer verður sleppt úr haldi til að fylgja honum heim - til Íslands. Hann sé ekki vanur að hætta við hálfklárað verk. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fleiri fréttir Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Sjá meira
Þrenn handjárn voru sett á Bobby Fischer og hann hengdur upp á höndunum eftir að hann sló fangavörð, að sögn Sæmundar Pálssonar. Hann segir Íslendinga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að Fischer geti ekki framfleytt sér hér á landi. Nú þegar allar líkur eru á því að Bobby Fischer verði Íslendingur í nánustu framtíð eru margir sem velta því fyrir sér hvað hann ætli að gera þegar hann kemur hingað. Ef einhver hefur hugmynd um það, annar en Fischer sjálfur, er það Sæmundur Pálsson, besti vinur hans. Sæmundur segir að Fischer komi líklega til landsins með kærustu sinni, Myoko Watai, en hann viti ekki betur en að það gangi eftir. Sæmundur segir líklegast að parið komi sér fyrir á hóteli til að byrja með. Ýmsir hafa haft samband við fréttastofu síðustu daga vegna umfjöllunar um mál Fischers og lýst yfir áhyggjum af því að hann komi hingað og leggist upp á íslenska ríkið. Sæmundur segir menn geta verið rólega yfir því, Fischer eigi aura, en á hinn bóginn hafi heilsu hans hrakað eftir meira en átta mánaða vist í fangabúðunum. Það hefur svo sem ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með Bobby Fischer að hann er kannski ekki sá sterkasti á andlega sviðinu. Hann sló til dæmis til fangavarðar og laskaði á honum nefið. Sæmundur segir það alveg rétt að Fischer eigi erfitt með skap og hann þurfi á sálfræðimeðferð að halda, en meðferðin á honum í fangabúðunum sé samt alltof harkaleg og ýti beinlínis undir svona viðbrögð. Sæmundur segir að eftir að Fischer hafi slegið til fangavarðarins hafi hann verið beittur hörku og settur í þrenn handjárn fyrir aftan bak og þau hafi verið hert mjög. Hann hafi svo verið hengdur upp á handjárnunum í tvo eða þrjá tíma og hann hafi talið að þetta yrði sitt síðasta. Sæmundur segist lítið hafa getið um þessa hálfgerðu pyntingu þar sem hanni viti að það hefði ekki fallið í góðan jarðveg hjá Japönum ef þeir vissu að hann hefði verið beittur slíkri hörku. Það er heilmikið álag og áreiti sem fylgir hlutverki Sæmundar í þessu máli. Hann talar við Fischer daglega og símreikningarnir hækka bara og hækka. Hann segist þó tilbúinn að fara aftur til Japans um leið og Fischer verður sleppt úr haldi til að fylgja honum heim - til Íslands. Hann sé ekki vanur að hætta við hálfklárað verk.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fleiri fréttir Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Sjá meira