Eðlilegt að dómarar vikju 16. ágúst 2005 00:01 MYND/E.Ól Eðlilegt væri að allir hæstaréttardómarar vékju í kjölfar tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara þegar Baugsmálið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Þetta sagði Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns í þættinum Íslandi í dag í gær. Í Íslandi í dag í gær var Brynjar inntur eftir því hvort vanhæfi Jóns Steinar Gunnlaugssonar í málinu, ef það færi til Hæstaréttar, hefði áhrif á hæfi réttarins sjálfs. Hann svaraði því til að svo gæti verið. Aðrir hæstaréttardómarar væru samstarfsmenn Jóns Steinars og því þyrfti að ryðja réttinn og skipan nýja dómara. Það hefði verið gert áður. Spuður hvort hann ætti von á því að það gerðist sagði Brynjar að það kæmi honum alla vega ekki á óvart og aðspurður sagðist hann telja það eðlilegt. Á áttunda áratugnum fór mál fyrir Hæstarétt þar sem stefnandi í málinu, Þór Vilhjálmsson, var orðinn hæstaréttadómari. Þá vék allur Hæstiréttur en það er undir dómurunum sjálfum komið hvort þeir víki eður ei. Þeir sem tóku við þá voru flestir úr lögmannastétt, en gildir til setu í Hæstarétti eru til dæmis lagaprófessorar, héraðsdómarar og hæstaréttalögmenn. Magnús Thoroddsen, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, segir þó mál Jóns Steinars ekki sambærilegt máli Þórs Vilhjálmssonar því Þór hafi verið aðili málsins í Hæstarétti, þ.e. stefnandi. Jón Steinar er ekki aðili málsins þegar það fer fyrir Hæstarétt þótt hann hafi verið lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers við rannsókn málsins. Magnús segir Jón Steinar því ekki jafntengdan málinu og Þór var fyrir tæpum þremur áratugum og þar af leiðandi sé í raun ekki hægt að vísa á tilfelli Þórs sem fordæmi í að ryðja allan réttinn og skipa nýjan. Það reynir þó ekki á setu dómara Hæstaréttar, það er hvort aðrir hæstaréttardómarar en Jón Steinar komi til með að víkja og skipa þurfi nýjan dóm, fyrr en Baugmálið fer fyrir Hæstarétt. Þegar fréttastofan náði í Jón Steinar í dag neitaði hann að tjá sig um málið. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Eðlilegt væri að allir hæstaréttardómarar vékju í kjölfar tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara þegar Baugsmálið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Þetta sagði Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns í þættinum Íslandi í dag í gær. Í Íslandi í dag í gær var Brynjar inntur eftir því hvort vanhæfi Jóns Steinar Gunnlaugssonar í málinu, ef það færi til Hæstaréttar, hefði áhrif á hæfi réttarins sjálfs. Hann svaraði því til að svo gæti verið. Aðrir hæstaréttardómarar væru samstarfsmenn Jóns Steinars og því þyrfti að ryðja réttinn og skipan nýja dómara. Það hefði verið gert áður. Spuður hvort hann ætti von á því að það gerðist sagði Brynjar að það kæmi honum alla vega ekki á óvart og aðspurður sagðist hann telja það eðlilegt. Á áttunda áratugnum fór mál fyrir Hæstarétt þar sem stefnandi í málinu, Þór Vilhjálmsson, var orðinn hæstaréttadómari. Þá vék allur Hæstiréttur en það er undir dómurunum sjálfum komið hvort þeir víki eður ei. Þeir sem tóku við þá voru flestir úr lögmannastétt, en gildir til setu í Hæstarétti eru til dæmis lagaprófessorar, héraðsdómarar og hæstaréttalögmenn. Magnús Thoroddsen, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, segir þó mál Jóns Steinars ekki sambærilegt máli Þórs Vilhjálmssonar því Þór hafi verið aðili málsins í Hæstarétti, þ.e. stefnandi. Jón Steinar er ekki aðili málsins þegar það fer fyrir Hæstarétt þótt hann hafi verið lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers við rannsókn málsins. Magnús segir Jón Steinar því ekki jafntengdan málinu og Þór var fyrir tæpum þremur áratugum og þar af leiðandi sé í raun ekki hægt að vísa á tilfelli Þórs sem fordæmi í að ryðja allan réttinn og skipa nýjan. Það reynir þó ekki á setu dómara Hæstaréttar, það er hvort aðrir hæstaréttardómarar en Jón Steinar komi til með að víkja og skipa þurfi nýjan dóm, fyrr en Baugmálið fer fyrir Hæstarétt. Þegar fréttastofan náði í Jón Steinar í dag neitaði hann að tjá sig um málið.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira