Maraþonblús í tvo sólarhringa 17. mars 2005 00:01 Guðmundur Gunnlaugsson, tónlistarmaður og Kentár með meiru, er blúsmaður af lífi og sál. Hann spilaði einu sinni blús um heila helgi - án þess að stoppa. "Það var um vorið 1987 að okkur boðið að taka þátt í maraþonblúsveislu á Akureyri. Það var á Uppanum, sem var bæði pizzería og knæpa í þá daga . Þarna voru samankomnir tónlistarmenn að norðan og austan. Við vorum með blúsprógramm tilbúið og héldum tónleika inni í maraþoninu auk þess að taka þátt í þessu klassíska blúsdjammi sem felst í því að allir spinna saman lög og texta, sem er hin besta skemmtun. Mér er sérstaklega minnisstætt að Ingimar Eydal kom og djammaði með okkur, það er gaman að hafa fengið að spila með honum og mikill heiður. Þetta endaði svo í maraþonblússpilamennsku nánast samfleytt í tvo sólarhringa án þess að stoppa. Á sunnudagskvöldinu voru menn farnir að blúsa pizzumatseðilinn enda þá búið að þurrausa aðra brunna. Þessi maraþonblús var mjög skemmtilegt framtak, ekki síður en Blúshátíð í Reykjavík er núna í dag. Í framhaldi af þessu gáfum við út blúsdjammplötu og ferðuðumst um allt land og spiluðum í öllum framhaldsskólnum og það var frábært hvað krakkarnir kveiktu vel á þessari tónlist." Kentárar eru enn að nú átján árum síðar og má heyra í þeim á Blúshátíð í Reykjavík á þriðjudagskvöldið. Ferðalög Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Guðmundur Gunnlaugsson, tónlistarmaður og Kentár með meiru, er blúsmaður af lífi og sál. Hann spilaði einu sinni blús um heila helgi - án þess að stoppa. "Það var um vorið 1987 að okkur boðið að taka þátt í maraþonblúsveislu á Akureyri. Það var á Uppanum, sem var bæði pizzería og knæpa í þá daga . Þarna voru samankomnir tónlistarmenn að norðan og austan. Við vorum með blúsprógramm tilbúið og héldum tónleika inni í maraþoninu auk þess að taka þátt í þessu klassíska blúsdjammi sem felst í því að allir spinna saman lög og texta, sem er hin besta skemmtun. Mér er sérstaklega minnisstætt að Ingimar Eydal kom og djammaði með okkur, það er gaman að hafa fengið að spila með honum og mikill heiður. Þetta endaði svo í maraþonblússpilamennsku nánast samfleytt í tvo sólarhringa án þess að stoppa. Á sunnudagskvöldinu voru menn farnir að blúsa pizzumatseðilinn enda þá búið að þurrausa aðra brunna. Þessi maraþonblús var mjög skemmtilegt framtak, ekki síður en Blúshátíð í Reykjavík er núna í dag. Í framhaldi af þessu gáfum við út blúsdjammplötu og ferðuðumst um allt land og spiluðum í öllum framhaldsskólnum og það var frábært hvað krakkarnir kveiktu vel á þessari tónlist." Kentárar eru enn að nú átján árum síðar og má heyra í þeim á Blúshátíð í Reykjavík á þriðjudagskvöldið.
Ferðalög Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira