Nú styttist óðum í Hróarskelduhátíðina í Danmörku 30. júní til 3. júlí. Fjölmargar hljómsveitir hafa bæst í hópinn og þar má nefna Íslandsvinina Foo Fighters, The Tears frá Englandi, Beatsteaks frá Þýskalandi og bandarísku hljómsveitirnar Interpol og Le Tigre.
Miðasala er í fullum gangi hjá Stúdentaferðum á exit.is en upphitun fyrir hátíðina hefst 26. júní stundvíslega klukkan 8.00. Hægt er að lesa nánar um hátíðina á roskilde-festival.is.
Foo Fighters á Hróarskeldu
