Kýótó bókunin orðin að lögum 16. febrúar 2005 00:01 Mjög skiptar skoðanir um Kyoto-loftslagssamninginn komu fram á hádegisverðarfundi sem umhverfisráðherra boðaði til í gær af því tilefni að samningurinn varð þá loks að alþjóðalögum. Höfðu þá liðið sjö ár frá því að Kyoto-bókunin var samþykkt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Japan. Skoðanir manna voru vissulega skiptar enda um fátt meira deilt um heim allan en raunveruleg áhrif loftslagsbreytinga á jarðarkringluna. Flestir fögnuðu þó þeim áfanga að bókunin væri orðin að alþjóðalögum þrátt fyrir að aðeins tæplega 150 ríki hafi skrifað undir samninginn. Stórar iðnþjóðir eins og Bandaríkin og Ástralía taka ekki þátt í Kyoto á þeirri forsendu að slíkt hamli um of nauðsynlegum hagvexti ríkjanna. Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, fór hvað hörðustum orðum um samninginn og var það mat hans að um mikið húllumhæ væri að ræða fyrir lítið. "Hverju litlu skrefi ber auðvitað að fagna en staðreyndin er sú að Kyoto-samningurinn tekur aðeins til næstu ára og nauðsynlegt er að stíga mun stærri skref sem allra fyrst því loftslagsbreytingar eru örar samkvæmt flestum rannsóknum." Tryggvi minntist í ræðu sinni sérstaklega á mengun bifreiða og hvernig íslensk stjórnvöld ýta í raun undir frekari mengun með því að lækka til muna vörugjöld á pallbíla. Sagði hann slíkt ýta undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda og kallaði eftir skýrri framtíðarstefnu stjórnvalda í heild. Ragnar Árnason prófessor tók einnig til máls og velti fyrir sér ýmsum hliðum samningsins. Benti hann á gagnsemi þess að nýta svokallaða losunarkvóta sem best en hvert og eitt land getur nýtt kvóta sína að vild og þeir geta jafnvel gefið vel í aðra hönd í viðskiptum við önnur lönd. "Koltvísýringur er í raun orðinn verslunarvara og að mínu viti eru sóknarfæri þar fyrir Íslands hönd hvað varðar úthlutun á losunarkvóta í framtíðinni." Fréttir Innlent Stj.mál Veður Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Mjög skiptar skoðanir um Kyoto-loftslagssamninginn komu fram á hádegisverðarfundi sem umhverfisráðherra boðaði til í gær af því tilefni að samningurinn varð þá loks að alþjóðalögum. Höfðu þá liðið sjö ár frá því að Kyoto-bókunin var samþykkt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Japan. Skoðanir manna voru vissulega skiptar enda um fátt meira deilt um heim allan en raunveruleg áhrif loftslagsbreytinga á jarðarkringluna. Flestir fögnuðu þó þeim áfanga að bókunin væri orðin að alþjóðalögum þrátt fyrir að aðeins tæplega 150 ríki hafi skrifað undir samninginn. Stórar iðnþjóðir eins og Bandaríkin og Ástralía taka ekki þátt í Kyoto á þeirri forsendu að slíkt hamli um of nauðsynlegum hagvexti ríkjanna. Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, fór hvað hörðustum orðum um samninginn og var það mat hans að um mikið húllumhæ væri að ræða fyrir lítið. "Hverju litlu skrefi ber auðvitað að fagna en staðreyndin er sú að Kyoto-samningurinn tekur aðeins til næstu ára og nauðsynlegt er að stíga mun stærri skref sem allra fyrst því loftslagsbreytingar eru örar samkvæmt flestum rannsóknum." Tryggvi minntist í ræðu sinni sérstaklega á mengun bifreiða og hvernig íslensk stjórnvöld ýta í raun undir frekari mengun með því að lækka til muna vörugjöld á pallbíla. Sagði hann slíkt ýta undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda og kallaði eftir skýrri framtíðarstefnu stjórnvalda í heild. Ragnar Árnason prófessor tók einnig til máls og velti fyrir sér ýmsum hliðum samningsins. Benti hann á gagnsemi þess að nýta svokallaða losunarkvóta sem best en hvert og eitt land getur nýtt kvóta sína að vild og þeir geta jafnvel gefið vel í aðra hönd í viðskiptum við önnur lönd. "Koltvísýringur er í raun orðinn verslunarvara og að mínu viti eru sóknarfæri þar fyrir Íslands hönd hvað varðar úthlutun á losunarkvóta í framtíðinni."
Fréttir Innlent Stj.mál Veður Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira