Fylgjast með ferðum til Íslands 12. janúar 2005 00:01 Sérstaklega er leitað í skipum og flugvélum á leið til Íslands, að sögn upplýsingafulltrúa hjá tollinum í Bremerhaven, en tveir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi eftir að sjö kíló af fíkniefnum fundust um borð í Hauki ÍS. Upplýsingafulltrúinn segir Íslendingana ekkert hafa gefið upp í yfirheyrslum sem gæti gert það að verkum að dómurinn yfir þeim yrði þyngri en ella. Málið stórt á þýskan mælikvarða Þrjú og hálft kíló af kókaíni og sama magn af hassi fundust í skipsklefum mannanna þar sem efnunum hafði verið pakkað í ferðatöskur. Hann segir skip og flugvélar á leið til Íslands undir meira eftirlit eftir að stórt mál kom upp í Þýskalandi á síðasta ári. Fimm til sex sinnum hærra verð fæst fyrir fíkniefni á Íslandi en í Þýskalandi. 24 ára karlmaður var handtekinn í Þýskalandi seinni hluta síðasta árs með tíu kíló af hassi í bílaleigubíl sem maðurinn og kærasta hans ferðuðust í. Kærastan fékk að fara heim til Íslands en hann er í gæsluvarðhaldi. Þá sitja Rúnar Ben Maitsland og Þjóðverjinn Clause Friehe af sér fangelsisdóma hér á landi sem þeir fengu fyrir innflutning á tæpum 900 grömmum af amfetamíni og tæpu kílói af kannabis. Mál Maitsland og Friehe tengdist þýskum smyglhring þar sem höfuðpaurinn Shröder var dæmdur til margra ára fangelsis í Þýskalandi. Upplýsingafulltrúi tollsins í Bremerhaven segir aðra skipverja á Hauki ÍS ekki liggja undir grun. Þeir sem voru teknir eru 50 ára og 38 ára gamlir og hefur sá yngri áður komið við sögu lögreglu. Mennirnir eru í gæsluvarðhaldi og hafa engin samskipti við aðra fanga en geta þó fengið heimsóknir undir eftirliti og samkvæmt ákveðnum reglum. Upplýsingafulltrúinn segist ekki geta sagt til um hversu lengi mennirnir verða í haldi en það verði þó þar til dómur gengur í málinu. Hann segir málið vera alvarlegt, einkum vegna magns kókaínsins. Málið sé þó ekki í hópi alvarlegustu málanna þar í landi heldur sé það meðalstórt á þýskan mælikvarða. Hámarksrefsing við brotinu er fimmtán ára fangelsi en upplýsingafulltrúinn segir ólíklegt að mennirnir fái svo þungan dóm. Maður sem var tekinn með eitt og hálft kíló af kókaíni í Þýskanlandi hlaut nýverið sjö ára fangelsi en hann hafði margoft brotið af sér áður. Fíkniefnin verðmætari en aflinn "Ég hef ekkert um málið að segja, mér finnst það bara sorglegt," segir Eiríkur Böðvarsson, eigandi Hauks ÍS, og bætir við að honum finnist óviðeigandi að blanda útgerðinni í málið þó að tveir starfsmenn hennar hafi brotið af sér. Eiríkur segir að ekki hafi fiskast vel að undanförnu. Samkvæmt heimildum blaðsins fór Haukur ÍS með rúm sjötíu tonn af karfa og tíu kíló af þorski til Þýskalands. Verðmæti aflans er talið vera á bilinu ellefu til fjórtán milljónir. Reyndur sjómaður sagði í samtali við blaðið að margir teldu hæpið að sigla til Þýskalands með ekki meiri verðmæti en þetta. Mat þýska tollsins er að söluverðmæti fíkniefnanna, sem tekin voru um borð í Hauki ÍS, sé um fimmtíu milljónir ef þau eru seld á Íslandi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Sérstaklega er leitað í skipum og flugvélum á leið til Íslands, að sögn upplýsingafulltrúa hjá tollinum í Bremerhaven, en tveir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi eftir að sjö kíló af fíkniefnum fundust um borð í Hauki ÍS. Upplýsingafulltrúinn segir Íslendingana ekkert hafa gefið upp í yfirheyrslum sem gæti gert það að verkum að dómurinn yfir þeim yrði þyngri en ella. Málið stórt á þýskan mælikvarða Þrjú og hálft kíló af kókaíni og sama magn af hassi fundust í skipsklefum mannanna þar sem efnunum hafði verið pakkað í ferðatöskur. Hann segir skip og flugvélar á leið til Íslands undir meira eftirlit eftir að stórt mál kom upp í Þýskalandi á síðasta ári. Fimm til sex sinnum hærra verð fæst fyrir fíkniefni á Íslandi en í Þýskalandi. 24 ára karlmaður var handtekinn í Þýskalandi seinni hluta síðasta árs með tíu kíló af hassi í bílaleigubíl sem maðurinn og kærasta hans ferðuðust í. Kærastan fékk að fara heim til Íslands en hann er í gæsluvarðhaldi. Þá sitja Rúnar Ben Maitsland og Þjóðverjinn Clause Friehe af sér fangelsisdóma hér á landi sem þeir fengu fyrir innflutning á tæpum 900 grömmum af amfetamíni og tæpu kílói af kannabis. Mál Maitsland og Friehe tengdist þýskum smyglhring þar sem höfuðpaurinn Shröder var dæmdur til margra ára fangelsis í Þýskalandi. Upplýsingafulltrúi tollsins í Bremerhaven segir aðra skipverja á Hauki ÍS ekki liggja undir grun. Þeir sem voru teknir eru 50 ára og 38 ára gamlir og hefur sá yngri áður komið við sögu lögreglu. Mennirnir eru í gæsluvarðhaldi og hafa engin samskipti við aðra fanga en geta þó fengið heimsóknir undir eftirliti og samkvæmt ákveðnum reglum. Upplýsingafulltrúinn segist ekki geta sagt til um hversu lengi mennirnir verða í haldi en það verði þó þar til dómur gengur í málinu. Hann segir málið vera alvarlegt, einkum vegna magns kókaínsins. Málið sé þó ekki í hópi alvarlegustu málanna þar í landi heldur sé það meðalstórt á þýskan mælikvarða. Hámarksrefsing við brotinu er fimmtán ára fangelsi en upplýsingafulltrúinn segir ólíklegt að mennirnir fái svo þungan dóm. Maður sem var tekinn með eitt og hálft kíló af kókaíni í Þýskanlandi hlaut nýverið sjö ára fangelsi en hann hafði margoft brotið af sér áður. Fíkniefnin verðmætari en aflinn "Ég hef ekkert um málið að segja, mér finnst það bara sorglegt," segir Eiríkur Böðvarsson, eigandi Hauks ÍS, og bætir við að honum finnist óviðeigandi að blanda útgerðinni í málið þó að tveir starfsmenn hennar hafi brotið af sér. Eiríkur segir að ekki hafi fiskast vel að undanförnu. Samkvæmt heimildum blaðsins fór Haukur ÍS með rúm sjötíu tonn af karfa og tíu kíló af þorski til Þýskalands. Verðmæti aflans er talið vera á bilinu ellefu til fjórtán milljónir. Reyndur sjómaður sagði í samtali við blaðið að margir teldu hæpið að sigla til Þýskalands með ekki meiri verðmæti en þetta. Mat þýska tollsins er að söluverðmæti fíkniefnanna, sem tekin voru um borð í Hauki ÍS, sé um fimmtíu milljónir ef þau eru seld á Íslandi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira