Innlent

Ætla að þrýsta á um svör frá Japan

Japanska dómsmálaráðuneytið gefur ekki upp hvenær niðurstöðu sé að vænta í skoðun þess á máli skákmeistarans Bobbys Fischer. Sæmundur Pálsson, fyrrverandi lögreglumaður og vinur Fischers, segir lítið annað að gera en að bíða niðurstöðu ráðuneytisins og telur óráðlegt að halda til Japan til að sækja Fischer fyrr en eftir að hún liggur fyrir. "Mér finnst ólíklegt að það myndi setja einhvern þrýsting á stjórnvöld þar þótt við færum til að sækja hann," segir hann. Stuðningshópur Fischers hér heima fundaði í gær um leiðir til að koma hreyfingu á málið. Ákveðið var að leggja spurningar fyrir japönsk stjórnvöld varðandi varðhald Fischers og verða þær afhentar sendiráði Japans hér. "Það er enda óeðlilegt að halda manninum svona lengi. Núna 13. jan. verður þetta komið í hálft ár," segir Sæmundur og bætir við að varðhaldið hafi slæm áhrif á heilsu Fischers. "Hann þjáist af höfuðverk og fær ekki að fara út nema 45 mínútur á dag, fimm sinnum í viku."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×