Tveggja íslenskra kvenna saknað 5. september 2005 00:01 Tveggja íslenskra kvenna er enn saknað eftir náttúruhamfarirnar í suðurhluta Bandaríkjanna. Lilja Ólafsdóttir Hansch, sem saknað var í Mississippi, kom í leitirnar í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er enn ekki vitað um ferðir tveggja íslenskra kvenna á hamfarasvæðunum í Louisiana í Bandaríkjunum. Á laugardaginn hafði ættingi 75 ára gamallar konu, Karlý Jónu Kristjónsdóttur Legere, samband við ráðuneytið, þar sem ekkert hjafði til hennar spurst, en hún er, ásamt eiginmanni sínum búsett í bænum Diamond Head, skammt frá Biloxi í Louisiana og í um 75 kílómetra fjarlægð frá New Orleans. Hennar hefur verið saknað frá því fellibylurinn Katrín gekk yfir svæðið og hefur hennar verið leitað síðan um helgina. Pétur Ásgeirsson, skristofustjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að í morgun hafi ættingi annarrar íslenskrar konu hringt í ráðuneytið þar sem ekkert var vitað um afdrif hennar frá því hamfarirnar dundu yfir. Pétur segir að nafn konunnar verði ekki gefið upp að svo stöddu, en hún er 67 ára og hefur búið í New Orleans undanfarin ár. Lilja Ólafsdóttir Hansch, sem saknað var í Gulfport í Mississippi, þar sem hún var búsett, kom í leitirnar í gærkvöldi, heil á húfi, en annar Íslendingur, sem býr á svæðinu, fór á heimili hennar í gær, og fann hann hana þar ómeidda. Lilja hafði ætlað að flýja fellibylinn Katrínu, en komst ekki burt. Heimili hennar slapp að mestu við skemmdir í hamförunum. Pétur Ásgeirsson segir að skelfilega hafi gengið að ná símasambandi vestur um haf, og til að mynda hafi ekkert samband náðst við ræðismann Íslands í New Orleans frá því fellibylurinn gekk yfir borgina. Pétur Ásgeirsson, skristofustjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að leit að konunum sé háttað á þann veg að formleg leið gagnvart bandarískum stjórnvöldum er sú að sendiráð Íslands í Washington gefur upplýsingar til neyðarmiðstöðvar bandaríska utanríkisráðuneytisins sem tekur við upplýsingum um ríkisborgara allra erlendra ríkja. En einnig er leitað til ræðismanna á svæðinu og í þessu tilfelli er það ræðismaður Íslendinga í Talahassee í Florida sem hefur veitt ákveðna aðstoð. Hann hefur síðan reynt að vera í sambandi við Íslendingasamfélagið á svæðinu og er að reyna að fá upplýsingar. Hann náði siðan í fjölskyldu sem býr á svæðinu að kanna heimili Lilju og það komu upplýsingar í gær að allt væri í lagi með hana. Erlent Fréttir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Tveggja íslenskra kvenna er enn saknað eftir náttúruhamfarirnar í suðurhluta Bandaríkjanna. Lilja Ólafsdóttir Hansch, sem saknað var í Mississippi, kom í leitirnar í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er enn ekki vitað um ferðir tveggja íslenskra kvenna á hamfarasvæðunum í Louisiana í Bandaríkjunum. Á laugardaginn hafði ættingi 75 ára gamallar konu, Karlý Jónu Kristjónsdóttur Legere, samband við ráðuneytið, þar sem ekkert hjafði til hennar spurst, en hún er, ásamt eiginmanni sínum búsett í bænum Diamond Head, skammt frá Biloxi í Louisiana og í um 75 kílómetra fjarlægð frá New Orleans. Hennar hefur verið saknað frá því fellibylurinn Katrín gekk yfir svæðið og hefur hennar verið leitað síðan um helgina. Pétur Ásgeirsson, skristofustjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að í morgun hafi ættingi annarrar íslenskrar konu hringt í ráðuneytið þar sem ekkert var vitað um afdrif hennar frá því hamfarirnar dundu yfir. Pétur segir að nafn konunnar verði ekki gefið upp að svo stöddu, en hún er 67 ára og hefur búið í New Orleans undanfarin ár. Lilja Ólafsdóttir Hansch, sem saknað var í Gulfport í Mississippi, þar sem hún var búsett, kom í leitirnar í gærkvöldi, heil á húfi, en annar Íslendingur, sem býr á svæðinu, fór á heimili hennar í gær, og fann hann hana þar ómeidda. Lilja hafði ætlað að flýja fellibylinn Katrínu, en komst ekki burt. Heimili hennar slapp að mestu við skemmdir í hamförunum. Pétur Ásgeirsson segir að skelfilega hafi gengið að ná símasambandi vestur um haf, og til að mynda hafi ekkert samband náðst við ræðismann Íslands í New Orleans frá því fellibylurinn gekk yfir borgina. Pétur Ásgeirsson, skristofustjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að leit að konunum sé háttað á þann veg að formleg leið gagnvart bandarískum stjórnvöldum er sú að sendiráð Íslands í Washington gefur upplýsingar til neyðarmiðstöðvar bandaríska utanríkisráðuneytisins sem tekur við upplýsingum um ríkisborgara allra erlendra ríkja. En einnig er leitað til ræðismanna á svæðinu og í þessu tilfelli er það ræðismaður Íslendinga í Talahassee í Florida sem hefur veitt ákveðna aðstoð. Hann hefur síðan reynt að vera í sambandi við Íslendingasamfélagið á svæðinu og er að reyna að fá upplýsingar. Hann náði siðan í fjölskyldu sem býr á svæðinu að kanna heimili Lilju og það komu upplýsingar í gær að allt væri í lagi með hana.
Erlent Fréttir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira