Segir seinagang óviðunandi 18. febrúar 2005 00:01 Dómsmálaráðherra telur óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fá þó ekki meira fé. Karlmanni var í Hæstarétti í gær dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út. Í síðustu viku setti héraðsdómur ofan í við sýslumann fyrir að draga í meira en ár að gefa út ákæru og sagði það mannréttindabrot. Ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumanns. Ríkissaksóknari segir að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur haft þessi mál til skoðunar. Verkefnisstjórn um nýskipan lögreglumála skilaði skýrslu fyrir skömmu þar sem meðal annars er lagt til hvernig megi auka málshraða. Björn segir að þau atvik sem verið hafi til umræðu að undanförnu sýni að það sé ástæða til að taka þennan þátt sérstaklega út úr skýrslunni og vinna að framkvæmd hans í samvinnu við ríkissaksóknara. Aðspurður hvort það sé hægt án þess að auka fjárframlög til verkefnanna og sömuleiðis mannafla segir Björn að ekki sé gert ráð fyrir því í þeim athugunum sem dómsmálaráðuneytið sé með heldur sé þetta spurning um ákveðin vinnubrögð. Björn telur þannig nóg að endurskoða verklagið og að ef það þurfi að breyta lögum verði litið til þess líka. Hann segist ekki hafa kynnt sér hversu algengt það sé að dráttur á málum sé meira en eitt ár. Aðspurður hvort hann telji að gera þurfi eitthvað sérstaklega í þeim tilvikum sem nýlega hafi komið upp segir Björn að dómur hafi fallið í þeim málum og sýslumannsembættin taki til sín það sem dómararnir segi og það ætti að duga til þess að menn átti sig á því að í einstökum málum þurfi þeir að gæta þess sem dómararnir vísi til. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Dómsmálaráðherra telur óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fá þó ekki meira fé. Karlmanni var í Hæstarétti í gær dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út. Í síðustu viku setti héraðsdómur ofan í við sýslumann fyrir að draga í meira en ár að gefa út ákæru og sagði það mannréttindabrot. Ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumanns. Ríkissaksóknari segir að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur haft þessi mál til skoðunar. Verkefnisstjórn um nýskipan lögreglumála skilaði skýrslu fyrir skömmu þar sem meðal annars er lagt til hvernig megi auka málshraða. Björn segir að þau atvik sem verið hafi til umræðu að undanförnu sýni að það sé ástæða til að taka þennan þátt sérstaklega út úr skýrslunni og vinna að framkvæmd hans í samvinnu við ríkissaksóknara. Aðspurður hvort það sé hægt án þess að auka fjárframlög til verkefnanna og sömuleiðis mannafla segir Björn að ekki sé gert ráð fyrir því í þeim athugunum sem dómsmálaráðuneytið sé með heldur sé þetta spurning um ákveðin vinnubrögð. Björn telur þannig nóg að endurskoða verklagið og að ef það þurfi að breyta lögum verði litið til þess líka. Hann segist ekki hafa kynnt sér hversu algengt það sé að dráttur á málum sé meira en eitt ár. Aðspurður hvort hann telji að gera þurfi eitthvað sérstaklega í þeim tilvikum sem nýlega hafi komið upp segir Björn að dómur hafi fallið í þeim málum og sýslumannsembættin taki til sín það sem dómararnir segi og það ætti að duga til þess að menn átti sig á því að í einstökum málum þurfi þeir að gæta þess sem dómararnir vísi til.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira