Magni hættir í haust 18. febrúar 2005 00:01 "Í haust verð ég sjötugur og vil hafa einhvern tíma til að leika mér sjálfur, þannig að í október eða nóvember ætla ég að sjá hvort einhver vill kaupa búðina og halda áfram að vera jókerinn við Laugaveg," segir Magni Magnússon kaupmaður, sem hefur ákveðið að setjast í helgan stein. Magni hefur verið lengi að, rekið frímerkja- og spilabúðina Hjá Magna á Laugavegi síðan 1979 ásamt eiginkonu sinni, Steinunni Guðlaugsdóttur. Áður hafði hann rekið Frímerkjamiðstöðina að Skólavörðustíg sem var opnuð árið 1964. "Frímerki og mynt stóðu ekki undir rekstrinum og þá fór ég út í hliðargrein sem var tengd áhugamálunum líka, spil, tafl og annað, og þetta hefur þróast þannig að við erum stærst á þessu sviði," segir Magni um ástæður þess að hann leiddist út í spilabransann. Áður en Magni fór út í verslun vann hann hjá Landsbankanum og þó honum hafi líkað vel við samstarfsfólk sitt og yfirmenn ákvað hann að venda kvæði sínu í kross. "Ég bara fílaði ekki að vera þarna til lengdar og þegar mér var boðin útibússtjórastaða hafði ég vit á að stofna minn eigin spilabanka." Allar götur síðan 1979 hefur Magni verið órjúfanlegur partur af Laugaveginum og orðið nánast tákngervingur kaupmannsins. "Það þekkja mig allir hérna og ég get hvergi skandalíserað, það er mínusinn við þetta," segir hann og hlær. Þegar hann opnaði verslunina á sínum tíma gerði hann djarfa tilraun og ákvað að hafa opið á laugardögum. "Þá komu til mín tveir lögreglumenn, kurteisir og elskulegir, og sögðu að ég mætti ekki hafa opið þar sem þetta væri ekki blómabúð eða minjagripaverslun. Ég skrifaði borgarráði bréf út af þessu en hef enn ekki fengið svar. En þegar Kringlan kom mátti hafa opið allan sólarhringinn." Verslun Magna er athvarf frímerkja- og myntsafnara og Magni leggur mikla rækt við fastakúnna sína, sem eru fjölmargir. Laugardagsmorgna helgar hann söfnurum og býður upp á kaffi. Hann segir þó að nýliðunin í hópi safnara sé því miður ekki mikil. "Þetta breyttist allt þegar tölvan kom. Ef ég býð barnabörnunum mynt eða frímerki svara þau að það hafi verið að koma út nýr tölvuleikur." Magni er þó bjartsýnn á framtíð Laugavegarins og segir síðasta sumar hafa verið það besta í langan tíma. "Útlendingarnir munu alltaf koma á Laugaveginn því þeir eiga nóg af Kringlum og Smárum heima hjá sér." 40 ár eru langur tími í verslunarrekstri en Magni gefur ekki mikið fyrir það. "Ég á langt í að slá metið hans tengdapabba, Guðlaugs Pálssonar á Eyrarbakka, sem var með verslun þangað til hann var 98 ára." Hann viðurkennir þó að ferill hans sé orðinn lengri en hjá mörgum. "Galdurinn við að tóra svona lengi er að eiga góða konu sem stendur með manni, eiga skemmtilega og vinsæla búð og hafa húmor. Ef það er rólegt að gera þýðir ekkert að gráta, það verður kannski meira að gera á morgun." Fréttir Innlent Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
"Í haust verð ég sjötugur og vil hafa einhvern tíma til að leika mér sjálfur, þannig að í október eða nóvember ætla ég að sjá hvort einhver vill kaupa búðina og halda áfram að vera jókerinn við Laugaveg," segir Magni Magnússon kaupmaður, sem hefur ákveðið að setjast í helgan stein. Magni hefur verið lengi að, rekið frímerkja- og spilabúðina Hjá Magna á Laugavegi síðan 1979 ásamt eiginkonu sinni, Steinunni Guðlaugsdóttur. Áður hafði hann rekið Frímerkjamiðstöðina að Skólavörðustíg sem var opnuð árið 1964. "Frímerki og mynt stóðu ekki undir rekstrinum og þá fór ég út í hliðargrein sem var tengd áhugamálunum líka, spil, tafl og annað, og þetta hefur þróast þannig að við erum stærst á þessu sviði," segir Magni um ástæður þess að hann leiddist út í spilabransann. Áður en Magni fór út í verslun vann hann hjá Landsbankanum og þó honum hafi líkað vel við samstarfsfólk sitt og yfirmenn ákvað hann að venda kvæði sínu í kross. "Ég bara fílaði ekki að vera þarna til lengdar og þegar mér var boðin útibússtjórastaða hafði ég vit á að stofna minn eigin spilabanka." Allar götur síðan 1979 hefur Magni verið órjúfanlegur partur af Laugaveginum og orðið nánast tákngervingur kaupmannsins. "Það þekkja mig allir hérna og ég get hvergi skandalíserað, það er mínusinn við þetta," segir hann og hlær. Þegar hann opnaði verslunina á sínum tíma gerði hann djarfa tilraun og ákvað að hafa opið á laugardögum. "Þá komu til mín tveir lögreglumenn, kurteisir og elskulegir, og sögðu að ég mætti ekki hafa opið þar sem þetta væri ekki blómabúð eða minjagripaverslun. Ég skrifaði borgarráði bréf út af þessu en hef enn ekki fengið svar. En þegar Kringlan kom mátti hafa opið allan sólarhringinn." Verslun Magna er athvarf frímerkja- og myntsafnara og Magni leggur mikla rækt við fastakúnna sína, sem eru fjölmargir. Laugardagsmorgna helgar hann söfnurum og býður upp á kaffi. Hann segir þó að nýliðunin í hópi safnara sé því miður ekki mikil. "Þetta breyttist allt þegar tölvan kom. Ef ég býð barnabörnunum mynt eða frímerki svara þau að það hafi verið að koma út nýr tölvuleikur." Magni er þó bjartsýnn á framtíð Laugavegarins og segir síðasta sumar hafa verið það besta í langan tíma. "Útlendingarnir munu alltaf koma á Laugaveginn því þeir eiga nóg af Kringlum og Smárum heima hjá sér." 40 ár eru langur tími í verslunarrekstri en Magni gefur ekki mikið fyrir það. "Ég á langt í að slá metið hans tengdapabba, Guðlaugs Pálssonar á Eyrarbakka, sem var með verslun þangað til hann var 98 ára." Hann viðurkennir þó að ferill hans sé orðinn lengri en hjá mörgum. "Galdurinn við að tóra svona lengi er að eiga góða konu sem stendur með manni, eiga skemmtilega og vinsæla búð og hafa húmor. Ef það er rólegt að gera þýðir ekkert að gráta, það verður kannski meira að gera á morgun."
Fréttir Innlent Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira