Magni hættir í haust 18. febrúar 2005 00:01 "Í haust verð ég sjötugur og vil hafa einhvern tíma til að leika mér sjálfur, þannig að í október eða nóvember ætla ég að sjá hvort einhver vill kaupa búðina og halda áfram að vera jókerinn við Laugaveg," segir Magni Magnússon kaupmaður, sem hefur ákveðið að setjast í helgan stein. Magni hefur verið lengi að, rekið frímerkja- og spilabúðina Hjá Magna á Laugavegi síðan 1979 ásamt eiginkonu sinni, Steinunni Guðlaugsdóttur. Áður hafði hann rekið Frímerkjamiðstöðina að Skólavörðustíg sem var opnuð árið 1964. "Frímerki og mynt stóðu ekki undir rekstrinum og þá fór ég út í hliðargrein sem var tengd áhugamálunum líka, spil, tafl og annað, og þetta hefur þróast þannig að við erum stærst á þessu sviði," segir Magni um ástæður þess að hann leiddist út í spilabransann. Áður en Magni fór út í verslun vann hann hjá Landsbankanum og þó honum hafi líkað vel við samstarfsfólk sitt og yfirmenn ákvað hann að venda kvæði sínu í kross. "Ég bara fílaði ekki að vera þarna til lengdar og þegar mér var boðin útibússtjórastaða hafði ég vit á að stofna minn eigin spilabanka." Allar götur síðan 1979 hefur Magni verið órjúfanlegur partur af Laugaveginum og orðið nánast tákngervingur kaupmannsins. "Það þekkja mig allir hérna og ég get hvergi skandalíserað, það er mínusinn við þetta," segir hann og hlær. Þegar hann opnaði verslunina á sínum tíma gerði hann djarfa tilraun og ákvað að hafa opið á laugardögum. "Þá komu til mín tveir lögreglumenn, kurteisir og elskulegir, og sögðu að ég mætti ekki hafa opið þar sem þetta væri ekki blómabúð eða minjagripaverslun. Ég skrifaði borgarráði bréf út af þessu en hef enn ekki fengið svar. En þegar Kringlan kom mátti hafa opið allan sólarhringinn." Verslun Magna er athvarf frímerkja- og myntsafnara og Magni leggur mikla rækt við fastakúnna sína, sem eru fjölmargir. Laugardagsmorgna helgar hann söfnurum og býður upp á kaffi. Hann segir þó að nýliðunin í hópi safnara sé því miður ekki mikil. "Þetta breyttist allt þegar tölvan kom. Ef ég býð barnabörnunum mynt eða frímerki svara þau að það hafi verið að koma út nýr tölvuleikur." Magni er þó bjartsýnn á framtíð Laugavegarins og segir síðasta sumar hafa verið það besta í langan tíma. "Útlendingarnir munu alltaf koma á Laugaveginn því þeir eiga nóg af Kringlum og Smárum heima hjá sér." 40 ár eru langur tími í verslunarrekstri en Magni gefur ekki mikið fyrir það. "Ég á langt í að slá metið hans tengdapabba, Guðlaugs Pálssonar á Eyrarbakka, sem var með verslun þangað til hann var 98 ára." Hann viðurkennir þó að ferill hans sé orðinn lengri en hjá mörgum. "Galdurinn við að tóra svona lengi er að eiga góða konu sem stendur með manni, eiga skemmtilega og vinsæla búð og hafa húmor. Ef það er rólegt að gera þýðir ekkert að gráta, það verður kannski meira að gera á morgun." Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
"Í haust verð ég sjötugur og vil hafa einhvern tíma til að leika mér sjálfur, þannig að í október eða nóvember ætla ég að sjá hvort einhver vill kaupa búðina og halda áfram að vera jókerinn við Laugaveg," segir Magni Magnússon kaupmaður, sem hefur ákveðið að setjast í helgan stein. Magni hefur verið lengi að, rekið frímerkja- og spilabúðina Hjá Magna á Laugavegi síðan 1979 ásamt eiginkonu sinni, Steinunni Guðlaugsdóttur. Áður hafði hann rekið Frímerkjamiðstöðina að Skólavörðustíg sem var opnuð árið 1964. "Frímerki og mynt stóðu ekki undir rekstrinum og þá fór ég út í hliðargrein sem var tengd áhugamálunum líka, spil, tafl og annað, og þetta hefur þróast þannig að við erum stærst á þessu sviði," segir Magni um ástæður þess að hann leiddist út í spilabransann. Áður en Magni fór út í verslun vann hann hjá Landsbankanum og þó honum hafi líkað vel við samstarfsfólk sitt og yfirmenn ákvað hann að venda kvæði sínu í kross. "Ég bara fílaði ekki að vera þarna til lengdar og þegar mér var boðin útibússtjórastaða hafði ég vit á að stofna minn eigin spilabanka." Allar götur síðan 1979 hefur Magni verið órjúfanlegur partur af Laugaveginum og orðið nánast tákngervingur kaupmannsins. "Það þekkja mig allir hérna og ég get hvergi skandalíserað, það er mínusinn við þetta," segir hann og hlær. Þegar hann opnaði verslunina á sínum tíma gerði hann djarfa tilraun og ákvað að hafa opið á laugardögum. "Þá komu til mín tveir lögreglumenn, kurteisir og elskulegir, og sögðu að ég mætti ekki hafa opið þar sem þetta væri ekki blómabúð eða minjagripaverslun. Ég skrifaði borgarráði bréf út af þessu en hef enn ekki fengið svar. En þegar Kringlan kom mátti hafa opið allan sólarhringinn." Verslun Magna er athvarf frímerkja- og myntsafnara og Magni leggur mikla rækt við fastakúnna sína, sem eru fjölmargir. Laugardagsmorgna helgar hann söfnurum og býður upp á kaffi. Hann segir þó að nýliðunin í hópi safnara sé því miður ekki mikil. "Þetta breyttist allt þegar tölvan kom. Ef ég býð barnabörnunum mynt eða frímerki svara þau að það hafi verið að koma út nýr tölvuleikur." Magni er þó bjartsýnn á framtíð Laugavegarins og segir síðasta sumar hafa verið það besta í langan tíma. "Útlendingarnir munu alltaf koma á Laugaveginn því þeir eiga nóg af Kringlum og Smárum heima hjá sér." 40 ár eru langur tími í verslunarrekstri en Magni gefur ekki mikið fyrir það. "Ég á langt í að slá metið hans tengdapabba, Guðlaugs Pálssonar á Eyrarbakka, sem var með verslun þangað til hann var 98 ára." Hann viðurkennir þó að ferill hans sé orðinn lengri en hjá mörgum. "Galdurinn við að tóra svona lengi er að eiga góða konu sem stendur með manni, eiga skemmtilega og vinsæla búð og hafa húmor. Ef það er rólegt að gera þýðir ekkert að gráta, það verður kannski meira að gera á morgun."
Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira