Magni hættir í haust 18. febrúar 2005 00:01 "Í haust verð ég sjötugur og vil hafa einhvern tíma til að leika mér sjálfur, þannig að í október eða nóvember ætla ég að sjá hvort einhver vill kaupa búðina og halda áfram að vera jókerinn við Laugaveg," segir Magni Magnússon kaupmaður, sem hefur ákveðið að setjast í helgan stein. Magni hefur verið lengi að, rekið frímerkja- og spilabúðina Hjá Magna á Laugavegi síðan 1979 ásamt eiginkonu sinni, Steinunni Guðlaugsdóttur. Áður hafði hann rekið Frímerkjamiðstöðina að Skólavörðustíg sem var opnuð árið 1964. "Frímerki og mynt stóðu ekki undir rekstrinum og þá fór ég út í hliðargrein sem var tengd áhugamálunum líka, spil, tafl og annað, og þetta hefur þróast þannig að við erum stærst á þessu sviði," segir Magni um ástæður þess að hann leiddist út í spilabransann. Áður en Magni fór út í verslun vann hann hjá Landsbankanum og þó honum hafi líkað vel við samstarfsfólk sitt og yfirmenn ákvað hann að venda kvæði sínu í kross. "Ég bara fílaði ekki að vera þarna til lengdar og þegar mér var boðin útibússtjórastaða hafði ég vit á að stofna minn eigin spilabanka." Allar götur síðan 1979 hefur Magni verið órjúfanlegur partur af Laugaveginum og orðið nánast tákngervingur kaupmannsins. "Það þekkja mig allir hérna og ég get hvergi skandalíserað, það er mínusinn við þetta," segir hann og hlær. Þegar hann opnaði verslunina á sínum tíma gerði hann djarfa tilraun og ákvað að hafa opið á laugardögum. "Þá komu til mín tveir lögreglumenn, kurteisir og elskulegir, og sögðu að ég mætti ekki hafa opið þar sem þetta væri ekki blómabúð eða minjagripaverslun. Ég skrifaði borgarráði bréf út af þessu en hef enn ekki fengið svar. En þegar Kringlan kom mátti hafa opið allan sólarhringinn." Verslun Magna er athvarf frímerkja- og myntsafnara og Magni leggur mikla rækt við fastakúnna sína, sem eru fjölmargir. Laugardagsmorgna helgar hann söfnurum og býður upp á kaffi. Hann segir þó að nýliðunin í hópi safnara sé því miður ekki mikil. "Þetta breyttist allt þegar tölvan kom. Ef ég býð barnabörnunum mynt eða frímerki svara þau að það hafi verið að koma út nýr tölvuleikur." Magni er þó bjartsýnn á framtíð Laugavegarins og segir síðasta sumar hafa verið það besta í langan tíma. "Útlendingarnir munu alltaf koma á Laugaveginn því þeir eiga nóg af Kringlum og Smárum heima hjá sér." 40 ár eru langur tími í verslunarrekstri en Magni gefur ekki mikið fyrir það. "Ég á langt í að slá metið hans tengdapabba, Guðlaugs Pálssonar á Eyrarbakka, sem var með verslun þangað til hann var 98 ára." Hann viðurkennir þó að ferill hans sé orðinn lengri en hjá mörgum. "Galdurinn við að tóra svona lengi er að eiga góða konu sem stendur með manni, eiga skemmtilega og vinsæla búð og hafa húmor. Ef það er rólegt að gera þýðir ekkert að gráta, það verður kannski meira að gera á morgun." Fréttir Innlent Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
"Í haust verð ég sjötugur og vil hafa einhvern tíma til að leika mér sjálfur, þannig að í október eða nóvember ætla ég að sjá hvort einhver vill kaupa búðina og halda áfram að vera jókerinn við Laugaveg," segir Magni Magnússon kaupmaður, sem hefur ákveðið að setjast í helgan stein. Magni hefur verið lengi að, rekið frímerkja- og spilabúðina Hjá Magna á Laugavegi síðan 1979 ásamt eiginkonu sinni, Steinunni Guðlaugsdóttur. Áður hafði hann rekið Frímerkjamiðstöðina að Skólavörðustíg sem var opnuð árið 1964. "Frímerki og mynt stóðu ekki undir rekstrinum og þá fór ég út í hliðargrein sem var tengd áhugamálunum líka, spil, tafl og annað, og þetta hefur þróast þannig að við erum stærst á þessu sviði," segir Magni um ástæður þess að hann leiddist út í spilabransann. Áður en Magni fór út í verslun vann hann hjá Landsbankanum og þó honum hafi líkað vel við samstarfsfólk sitt og yfirmenn ákvað hann að venda kvæði sínu í kross. "Ég bara fílaði ekki að vera þarna til lengdar og þegar mér var boðin útibússtjórastaða hafði ég vit á að stofna minn eigin spilabanka." Allar götur síðan 1979 hefur Magni verið órjúfanlegur partur af Laugaveginum og orðið nánast tákngervingur kaupmannsins. "Það þekkja mig allir hérna og ég get hvergi skandalíserað, það er mínusinn við þetta," segir hann og hlær. Þegar hann opnaði verslunina á sínum tíma gerði hann djarfa tilraun og ákvað að hafa opið á laugardögum. "Þá komu til mín tveir lögreglumenn, kurteisir og elskulegir, og sögðu að ég mætti ekki hafa opið þar sem þetta væri ekki blómabúð eða minjagripaverslun. Ég skrifaði borgarráði bréf út af þessu en hef enn ekki fengið svar. En þegar Kringlan kom mátti hafa opið allan sólarhringinn." Verslun Magna er athvarf frímerkja- og myntsafnara og Magni leggur mikla rækt við fastakúnna sína, sem eru fjölmargir. Laugardagsmorgna helgar hann söfnurum og býður upp á kaffi. Hann segir þó að nýliðunin í hópi safnara sé því miður ekki mikil. "Þetta breyttist allt þegar tölvan kom. Ef ég býð barnabörnunum mynt eða frímerki svara þau að það hafi verið að koma út nýr tölvuleikur." Magni er þó bjartsýnn á framtíð Laugavegarins og segir síðasta sumar hafa verið það besta í langan tíma. "Útlendingarnir munu alltaf koma á Laugaveginn því þeir eiga nóg af Kringlum og Smárum heima hjá sér." 40 ár eru langur tími í verslunarrekstri en Magni gefur ekki mikið fyrir það. "Ég á langt í að slá metið hans tengdapabba, Guðlaugs Pálssonar á Eyrarbakka, sem var með verslun þangað til hann var 98 ára." Hann viðurkennir þó að ferill hans sé orðinn lengri en hjá mörgum. "Galdurinn við að tóra svona lengi er að eiga góða konu sem stendur með manni, eiga skemmtilega og vinsæla búð og hafa húmor. Ef það er rólegt að gera þýðir ekkert að gráta, það verður kannski meira að gera á morgun."
Fréttir Innlent Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira