Lettar í vinnu án leyfa 12. febrúar 2005 00:01 "Þetta er mjög einfalt mál. Þetta er frjálst flæði þjónustu frá Lettlandi til Íslands sem er löglegt samkvæmt samningi sem var undirritaður 1. maí árið 2004 og Lettland varð hluti af Evrópusambandinu. Við viljum auðvitað að löggjafi skeri úr um hvað er rétt og hvað er rangt í þessum máli en við teljum okkur vera réttum megin við lögin," segir Ragnar Þórðarson, talsmaður GT-verktaka. GT-verktakar hafa haft fjóra lettneska starfsmenn í vinnu við Kárahnjúka án tilskilinna atvinnuleyfa frá Vinnumálastofnun eða dvalarleyfa frá Útlendingastofnun. Vinnumálastofnun hefur kært þetta athæfi til sýslumannsins á Seyðisfirði. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að ráðning Lettanna sé ólögleg. "Þegar stækkunarsamningurinn var samþykktur 1. maí á síðasta ári voru settar aðgangstakmarkanir á Íslandi til að minnsta kosti tveggja ára. Í því felst að fyrirtæki eða einstaklingar þurfa að sækja um atvinnuleyfi vegna hefðbundinna starfa og störf Lettanna falla undir þessi störf. Einnig þarf að sækja um dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun en GT-verktakar hafa hvorugt gert. Það sem okkur gremst mjög er að þetta tiltekna fyrirtæki rekur Íslendinga til að ráða útlendinga en við höfum barist verulega gegn því," segir Gissur. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður verkalýðshreyfingarinnar við Kárahnjúka, vill að hart verði tekið á þessu máli enda kolólöglegt að hans mati. "Ég veit að þeir sem vinna við Kárahnjúkavirkjun eru að öllu leyti með sín plögg í lagi, hvort sem það eru atvinnuleyfi eða dvalarleyfi. Þetta fyrirtæki kemur með starfsmenn á öðrum forsendum og lætur þá vinna sem er kolólöglegt," segir Oddur sem hræðist ekki aukningu slíkra mála á Kárahnjúkum. "Það kemur auðvitað upp ný staða ef GT-verktakar kemst upp með þetta en ég trúi ekki að þetta mál gangi í gegn. Þetta vandamál er samt til staðar um allt land. Þetta er leikurinn sem verktakar leika." Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
"Þetta er mjög einfalt mál. Þetta er frjálst flæði þjónustu frá Lettlandi til Íslands sem er löglegt samkvæmt samningi sem var undirritaður 1. maí árið 2004 og Lettland varð hluti af Evrópusambandinu. Við viljum auðvitað að löggjafi skeri úr um hvað er rétt og hvað er rangt í þessum máli en við teljum okkur vera réttum megin við lögin," segir Ragnar Þórðarson, talsmaður GT-verktaka. GT-verktakar hafa haft fjóra lettneska starfsmenn í vinnu við Kárahnjúka án tilskilinna atvinnuleyfa frá Vinnumálastofnun eða dvalarleyfa frá Útlendingastofnun. Vinnumálastofnun hefur kært þetta athæfi til sýslumannsins á Seyðisfirði. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að ráðning Lettanna sé ólögleg. "Þegar stækkunarsamningurinn var samþykktur 1. maí á síðasta ári voru settar aðgangstakmarkanir á Íslandi til að minnsta kosti tveggja ára. Í því felst að fyrirtæki eða einstaklingar þurfa að sækja um atvinnuleyfi vegna hefðbundinna starfa og störf Lettanna falla undir þessi störf. Einnig þarf að sækja um dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun en GT-verktakar hafa hvorugt gert. Það sem okkur gremst mjög er að þetta tiltekna fyrirtæki rekur Íslendinga til að ráða útlendinga en við höfum barist verulega gegn því," segir Gissur. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður verkalýðshreyfingarinnar við Kárahnjúka, vill að hart verði tekið á þessu máli enda kolólöglegt að hans mati. "Ég veit að þeir sem vinna við Kárahnjúkavirkjun eru að öllu leyti með sín plögg í lagi, hvort sem það eru atvinnuleyfi eða dvalarleyfi. Þetta fyrirtæki kemur með starfsmenn á öðrum forsendum og lætur þá vinna sem er kolólöglegt," segir Oddur sem hræðist ekki aukningu slíkra mála á Kárahnjúkum. "Það kemur auðvitað upp ný staða ef GT-verktakar kemst upp með þetta en ég trúi ekki að þetta mál gangi í gegn. Þetta vandamál er samt til staðar um allt land. Þetta er leikurinn sem verktakar leika."
Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira