Getur skipt upp fyrirtækjum 5. febrúar 2005 00:01 Nýtt Samkeppniseftirlit fær skýra lagaheimild til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu verði nýtt frumvarp viðskiptaráðherra að lögum. Þrjú frumvörp um breytingar á samkeppnislögum hafa verið til umræðu í þingflokkum stjórnarflokkanna frá því í nóvember. Í frumvörpunum felast fyrst og fremst skipulagsbreytingar en eina stóra efnislega breytingin á heimildum samkeppnisyfirvalda er heimild til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu. Sú heimild var fyrir hendi í mjög óljósri mynd í 17. grein núgildandi laga sem er þó miklu rýmri en sú heimild sem er í samkeppnislögum annarra norrænna ríkja. Með nýjum lögum verður þessi heimild bæði rýmkuð og skýrð. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði á fundi með stórkaupmönnum í gær að svo afdrifaríku ákvæði yrði fyrst og fremst beitt í undantekningartilfellum. Viðskiptaráðherra skipaði nefnd til að skoða breytingar á samkeppnislögum eftir að þáverandi forsætisráðherra hafði óskað eftir nefnd um hringamyndun. Nefndin lauk störfum í ágúst en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 gerði Samkeppnisstofnun alvarlegar athugasemdir í haust við að ekki hefði verið leitað til neinna fagmanna sem hefðu starfað að málaflokknum áður en nefndin skilaði af sér. Nefnd voru fjölmörg dæmi um að forsendur nefndarinnar um núverandi stöðu stæðust ekki skoðun. Tvær nýjar stofnanir, Samkeppniseftirlitið og Neytendastofa, verða til á grunni Samkeppnisstofnunar og Löggildingarstofu verði frumvörpin að lögum. Á Neytendastofu verður sjálfstætt embætti umboðsmanns neytenda. Yfir Samkeppniseftirlitinu verður þriggja manna stjórn sem ráðherra skipar. Sú stjórn skipar forstjóra stofnunarinnar og ákveður í meginatriðum hvaða stóru mál eftirlitið tekur til meðferðar. Það er nýbreytni frá því sem verið hefur því Samkeppnisstofnun gat rannsakað mál að eigin frumkvæði þótt í einhverjum tilfellum kæmu um það tilmæli frá samkeppnisráði. Þannig hefur fréttastofa Stöðvar 2 heimildir fyrir því að það hafi verið Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, sem ákvað að rannsaka olíumálið. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru breytingarnar kynntar forsvarsmönnum Samkeppnisstofnunar sem pólitísk ákvörðun. Þetta hefði verið eina leiðin til að fá Sjálfstæðismenn til að fallast á frekari fjárveitingar til málaflokksins en þær munu aukast um tugi milljóna á ári. Ekki hefur verið rætt við starfsfólk Samkeppnisstofnunar um áframhaldandi störf á nýrri stofnun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Nýtt Samkeppniseftirlit fær skýra lagaheimild til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu verði nýtt frumvarp viðskiptaráðherra að lögum. Þrjú frumvörp um breytingar á samkeppnislögum hafa verið til umræðu í þingflokkum stjórnarflokkanna frá því í nóvember. Í frumvörpunum felast fyrst og fremst skipulagsbreytingar en eina stóra efnislega breytingin á heimildum samkeppnisyfirvalda er heimild til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu. Sú heimild var fyrir hendi í mjög óljósri mynd í 17. grein núgildandi laga sem er þó miklu rýmri en sú heimild sem er í samkeppnislögum annarra norrænna ríkja. Með nýjum lögum verður þessi heimild bæði rýmkuð og skýrð. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði á fundi með stórkaupmönnum í gær að svo afdrifaríku ákvæði yrði fyrst og fremst beitt í undantekningartilfellum. Viðskiptaráðherra skipaði nefnd til að skoða breytingar á samkeppnislögum eftir að þáverandi forsætisráðherra hafði óskað eftir nefnd um hringamyndun. Nefndin lauk störfum í ágúst en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 gerði Samkeppnisstofnun alvarlegar athugasemdir í haust við að ekki hefði verið leitað til neinna fagmanna sem hefðu starfað að málaflokknum áður en nefndin skilaði af sér. Nefnd voru fjölmörg dæmi um að forsendur nefndarinnar um núverandi stöðu stæðust ekki skoðun. Tvær nýjar stofnanir, Samkeppniseftirlitið og Neytendastofa, verða til á grunni Samkeppnisstofnunar og Löggildingarstofu verði frumvörpin að lögum. Á Neytendastofu verður sjálfstætt embætti umboðsmanns neytenda. Yfir Samkeppniseftirlitinu verður þriggja manna stjórn sem ráðherra skipar. Sú stjórn skipar forstjóra stofnunarinnar og ákveður í meginatriðum hvaða stóru mál eftirlitið tekur til meðferðar. Það er nýbreytni frá því sem verið hefur því Samkeppnisstofnun gat rannsakað mál að eigin frumkvæði þótt í einhverjum tilfellum kæmu um það tilmæli frá samkeppnisráði. Þannig hefur fréttastofa Stöðvar 2 heimildir fyrir því að það hafi verið Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, sem ákvað að rannsaka olíumálið. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru breytingarnar kynntar forsvarsmönnum Samkeppnisstofnunar sem pólitísk ákvörðun. Þetta hefði verið eina leiðin til að fá Sjálfstæðismenn til að fallast á frekari fjárveitingar til málaflokksins en þær munu aukast um tugi milljóna á ári. Ekki hefur verið rætt við starfsfólk Samkeppnisstofnunar um áframhaldandi störf á nýrri stofnun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira