Innlent

Fischer losnar ekki á næstunni

Japönsk yfirvöld sögðu í morgun að enn væri langt í að Bobby Fischer yrði leystur úr haldi. Lögfræðingur Fischers, sem fékk vegabréf hans í hendur í gær, gerði sér vonir um að hann yrði látinn laus innan nokkurra daga og fengi að yfirgefa innflytjendabúðirnar sem hann hefur dvalið í í átta mánuði. Nú er hins vegar útlit fyrir að hann losni ekki á næstunni að minnsta kosti. Haft var eftir fulltrúa japanska dómsmálaráðuneytisins á Reuters í morgun að engin breyting hefði orðið á aðstæðum Fischers og að skilyrði fyrir brottflutningi hans frá Japan væru enn ekki til staðar. Fischer verður 62 ára á morgun, 9. mars.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×