Segir símtal ekki tengjast morði 24. ágúst 2005 00:01 Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir. Í frétt DV í gær var greint frá því að maður hefði orðið vitni að átökum Sigurðar Freys Kristmundssonar, sem banaði manni að Hversgötu 58 á laugardagsmorgun. Kveðst vitni hafa tilkynnt lögreglunni um átökin um 45 mínútum fyrir atburðinn en lögreglan ekki brugðist við tilkynningunni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtalið ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt og segist hann harma frásögn DV í þessu máli og að blaðamaður hafi ekki leitað eftir sannleiksgildi fréttarinnar. Hann segir enn fremur að það sé afskaplega alvarlegt þegar það sé sagt í fjölmiðlum að lögregla sinni ekki alvarlegu útkalli. Lögregla líti það alvarlegum augum þegar menn skelli því fram til alþjóðar og láti líta þannig út að lögregla sinni ekki vinnunni sinni. Hinn látni var tvítugur að aldri og lést hann af völdum hnífstugu í hjartað. Sigurður Freyr, sem er 23 ára gamall, var handtekinn af lögreglu á laugardagsmorgunn grunaður um verknaðinn. Sigurður var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald og játaði í gærkvöld. Fréttamaður fékk í dag að hlýða á upptöku af símtali umrædds heimildarmanns DV við fjarskiptamiðstöð lögreglu og kemur þar fram að hann hafi verið að tilkynna um ölvað fólk sem steig upp í bifreið og ók á brott. Þar kom ekki fram að hann hafi orðið vitni að átökum fólks sem Geir Jón segir hafa farið fram innandyra en ekki utan. Lögreglan brást við þessari tilkynningu og tengdist atburðurinn á engan hátt atburði sem síðar varð að Hverfisgötu 58. DV vísar á bug ásökunum Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, um slæleg vinnubrögð og heldur fram að vegna bilunar í fjarskipamistöð Ríkislögreglustjóra hafi símtal vitnis ekki verið bókað og það hafi varalögreglustjóri staðfest við blaðamann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir. Í frétt DV í gær var greint frá því að maður hefði orðið vitni að átökum Sigurðar Freys Kristmundssonar, sem banaði manni að Hversgötu 58 á laugardagsmorgun. Kveðst vitni hafa tilkynnt lögreglunni um átökin um 45 mínútum fyrir atburðinn en lögreglan ekki brugðist við tilkynningunni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtalið ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt og segist hann harma frásögn DV í þessu máli og að blaðamaður hafi ekki leitað eftir sannleiksgildi fréttarinnar. Hann segir enn fremur að það sé afskaplega alvarlegt þegar það sé sagt í fjölmiðlum að lögregla sinni ekki alvarlegu útkalli. Lögregla líti það alvarlegum augum þegar menn skelli því fram til alþjóðar og láti líta þannig út að lögregla sinni ekki vinnunni sinni. Hinn látni var tvítugur að aldri og lést hann af völdum hnífstugu í hjartað. Sigurður Freyr, sem er 23 ára gamall, var handtekinn af lögreglu á laugardagsmorgunn grunaður um verknaðinn. Sigurður var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald og játaði í gærkvöld. Fréttamaður fékk í dag að hlýða á upptöku af símtali umrædds heimildarmanns DV við fjarskiptamiðstöð lögreglu og kemur þar fram að hann hafi verið að tilkynna um ölvað fólk sem steig upp í bifreið og ók á brott. Þar kom ekki fram að hann hafi orðið vitni að átökum fólks sem Geir Jón segir hafa farið fram innandyra en ekki utan. Lögreglan brást við þessari tilkynningu og tengdist atburðurinn á engan hátt atburði sem síðar varð að Hverfisgötu 58. DV vísar á bug ásökunum Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, um slæleg vinnubrögð og heldur fram að vegna bilunar í fjarskipamistöð Ríkislögreglustjóra hafi símtal vitnis ekki verið bókað og það hafi varalögreglustjóri staðfest við blaðamann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira