Sýkta svæðið enn ógirt 6. janúar 2005 00:01 Eigendur eyðibýlisins Sjónarhóls á Vatnsleysuströnd hafa lagst gegn því að miltisbrandssýkta svæðið á jörð þeirra verði girt af, að sögn Gunnars Arnar Guðmundsonar héraðsdýralæknis. Unnið hefur verið að því að ná samkomulagi í málinu, enda talið brýnt að loka svæðinu þannig að skepnur komist ekki inn á það. Það var í byrjun desember sem þrjú hross drápust af miltisbrandi á Sjónarhóli. Hinu fjórða var lógað skömmu síðar. Óánægja er meðal skepnueigenda á svæðinu, sem átelja seinagang í girðingarmálinu. Þeir lýsa því svo að hlið að sýkta túninu sé galopið, girðingar liggi niðri að einhverju leyti og gulir lögregluborðar flögri fyrir vindinum. "Forkastanlegt," sagði Hafsteinn Snæland íbúi í Vogum um stöðuna. "Við höfum verið í viðræðum við landeigendur um þessar girðingar og það hefur ekki enn komist á samkomulag varðandi þær," sagði Gunnar Örn. "Við viljum girða af þetta svæði sem hestarnir voru sannanlega á. Þeir voru innan rafmagnsgirðingar. Hún gekk að hluta til yfir tjörn sem þarna er. Við viljum girða þessa rafmagnsgirðingu af, svo og tjörnina alla. Eins og maður hefur vissan skilning á, eru landeigendur ekki ánægðir með að fá girðingu þarna inn á mitt svæðið. En það hefur verið tekin ákvörðun um að láta ekki líða lengra heldur en viku héðan í frá. Þá verður gengið í þetta. " Gunnar Örn sagði, að búið væri að ráða verðtaka í girðingavinnuna, sem hefði átt að hefjast rétt fyrir jólin. En það hefði þá strandað á landeigendum. Landbúnaðarráðuneytið myndi kosta girðinguna og uppsetningu hennar. "Það er í rauninni stjórnvaldsskipum að þetta verði gert. Við ætluðum að reyna, ef hægt væri, að gera þetta í sátt við landeigendur," sagði Gunnar Örn sem kvaðst hafa trú á að það tækist "Við teljum ekki að þarna sé hætta fyrir fólk," sagði hann enn fremur og bætti við að svæðið gæti fyrst og fremst reynst hættulegt fyrir grasbíta. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Eigendur eyðibýlisins Sjónarhóls á Vatnsleysuströnd hafa lagst gegn því að miltisbrandssýkta svæðið á jörð þeirra verði girt af, að sögn Gunnars Arnar Guðmundsonar héraðsdýralæknis. Unnið hefur verið að því að ná samkomulagi í málinu, enda talið brýnt að loka svæðinu þannig að skepnur komist ekki inn á það. Það var í byrjun desember sem þrjú hross drápust af miltisbrandi á Sjónarhóli. Hinu fjórða var lógað skömmu síðar. Óánægja er meðal skepnueigenda á svæðinu, sem átelja seinagang í girðingarmálinu. Þeir lýsa því svo að hlið að sýkta túninu sé galopið, girðingar liggi niðri að einhverju leyti og gulir lögregluborðar flögri fyrir vindinum. "Forkastanlegt," sagði Hafsteinn Snæland íbúi í Vogum um stöðuna. "Við höfum verið í viðræðum við landeigendur um þessar girðingar og það hefur ekki enn komist á samkomulag varðandi þær," sagði Gunnar Örn. "Við viljum girða af þetta svæði sem hestarnir voru sannanlega á. Þeir voru innan rafmagnsgirðingar. Hún gekk að hluta til yfir tjörn sem þarna er. Við viljum girða þessa rafmagnsgirðingu af, svo og tjörnina alla. Eins og maður hefur vissan skilning á, eru landeigendur ekki ánægðir með að fá girðingu þarna inn á mitt svæðið. En það hefur verið tekin ákvörðun um að láta ekki líða lengra heldur en viku héðan í frá. Þá verður gengið í þetta. " Gunnar Örn sagði, að búið væri að ráða verðtaka í girðingavinnuna, sem hefði átt að hefjast rétt fyrir jólin. En það hefði þá strandað á landeigendum. Landbúnaðarráðuneytið myndi kosta girðinguna og uppsetningu hennar. "Það er í rauninni stjórnvaldsskipum að þetta verði gert. Við ætluðum að reyna, ef hægt væri, að gera þetta í sátt við landeigendur," sagði Gunnar Örn sem kvaðst hafa trú á að það tækist "Við teljum ekki að þarna sé hætta fyrir fólk," sagði hann enn fremur og bætti við að svæðið gæti fyrst og fremst reynst hættulegt fyrir grasbíta.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira