Ákærður fyrir að rassskella konu 27. maí 2005 00:01 Réttað var yfir manni sem ákærður er fyrir að hafa veist að leikskólakennara, skellt honum ofan á vélarhlíf bifreiðar hans og slegið hann nokkrum sinnum í afturendann. Sævar Óli Helgason sagði leikskólakennarann hafa lagt ólöglega fyrir innkeyrslu á milli húsa þannig að hann átti í miklum vandræðum með að aka þar inn. Hann hafi séð hana stíga út úr bílnum og þótt ástæða til þess að benda henni, að eigin sögn kurteisislega, á að bílnum væri ólöglega lagt. Sævar Óli segir konuna þá hafa vegið að karlmennsku sinni með kynferðislegum athugasemdum, reynt að sparka í punginn á sér og ekki viljað kannast við að bílnum væri lagt ólöglega. Þá segist hann að hafa brugðist við eins og mamma hans kenndi honum með því að skella konunni á vélarhlíf bílsins og slá nokkrum sinnum þéttingsfast í rassinn, semsagt rassskellt hana á gamla mátann. Leikskólakennarinn bar vitni í málinu og hélt því staðfastlega fram að hún hefði ekki gert neitt til að réttlæta þvílík viðbrögð. Hún sagði Sævar hafa talað til sín á ögrandi hátt og þvertók fyrir kynferðislegar athugasemdir, hvað þá meint pungspark. Þegar hún var beðin um að rifja upp atburðarásina í fyrrahaust fékk það svo mikið á hana að hún brast í grát og þurfti að gera stutt hlé á máli sínu. Hún viðurkenndi þó að hafa kallað Sævar "frekjudollu" rétt áður en hann flengdi hana. Annað vitni að málinu sem stóð álengdar þegar atvikið átti sér stað hélt því fram að leikskólakennarinn hefði kallað Sævar "rugludall". Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Sævars, sagði í munnlegum málflutningi "að ekki væri hægt að dæma ákærða fyrir einn hlekk í atburðakeðju". Hann vildi meina að leikskólakennarinn hefði sjálfur brotið hegningarlög á Sævari með niðrandi athugasemdum, hún hefði ráðist á hann með orðum áður en hann hefði ráðist á hana með gjörðum. Dómur verður kveðinn upp í málinu í byrjun júní . Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Réttað var yfir manni sem ákærður er fyrir að hafa veist að leikskólakennara, skellt honum ofan á vélarhlíf bifreiðar hans og slegið hann nokkrum sinnum í afturendann. Sævar Óli Helgason sagði leikskólakennarann hafa lagt ólöglega fyrir innkeyrslu á milli húsa þannig að hann átti í miklum vandræðum með að aka þar inn. Hann hafi séð hana stíga út úr bílnum og þótt ástæða til þess að benda henni, að eigin sögn kurteisislega, á að bílnum væri ólöglega lagt. Sævar Óli segir konuna þá hafa vegið að karlmennsku sinni með kynferðislegum athugasemdum, reynt að sparka í punginn á sér og ekki viljað kannast við að bílnum væri lagt ólöglega. Þá segist hann að hafa brugðist við eins og mamma hans kenndi honum með því að skella konunni á vélarhlíf bílsins og slá nokkrum sinnum þéttingsfast í rassinn, semsagt rassskellt hana á gamla mátann. Leikskólakennarinn bar vitni í málinu og hélt því staðfastlega fram að hún hefði ekki gert neitt til að réttlæta þvílík viðbrögð. Hún sagði Sævar hafa talað til sín á ögrandi hátt og þvertók fyrir kynferðislegar athugasemdir, hvað þá meint pungspark. Þegar hún var beðin um að rifja upp atburðarásina í fyrrahaust fékk það svo mikið á hana að hún brast í grát og þurfti að gera stutt hlé á máli sínu. Hún viðurkenndi þó að hafa kallað Sævar "frekjudollu" rétt áður en hann flengdi hana. Annað vitni að málinu sem stóð álengdar þegar atvikið átti sér stað hélt því fram að leikskólakennarinn hefði kallað Sævar "rugludall". Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Sævars, sagði í munnlegum málflutningi "að ekki væri hægt að dæma ákærða fyrir einn hlekk í atburðakeðju". Hann vildi meina að leikskólakennarinn hefði sjálfur brotið hegningarlög á Sævari með niðrandi athugasemdum, hún hefði ráðist á hann með orðum áður en hann hefði ráðist á hana með gjörðum. Dómur verður kveðinn upp í málinu í byrjun júní .
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira