Gunnar fær engan stuðning eigin varaþingmanns 14. maí 2005 00:01 Sigurlín Margrét Sigurðardóttir 1. varaþingmaður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvestur kjördæmis Gunnars Örlygssonar ætlar ekki að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar náði kjöri í þessu kjördæmi sem uppbótarþingmaður Frjálslynda flokksins í Alþingiskosningunum þann 10. maí árið 2003. F-listinn fékk 6,75% prósent gildra atkvæða þar. Á heimasíðu Frjálslynda flokksins tjáir Sigurlín Margrét sig um brotthvarf Gunnars úr flokknum. "Mér varð eins og flestum brugðið, get svo sem vel ímyndað mér að jafnavel harðasta sjálfstæðismanni hafi líka verið brugðið, sér í lagi miðað við málflutning hans í garð Sjálfstæðismanna og stjórnliða almennt á þingi, síðustu daga," segir Sigurlín Margrét. Hún segir það almenna skoðun að svona eigi menn ekki að gera. Nái sannfæring þeirra ekki að samræmast þeirri stefnu sem þeir voru kosnir á þing fyrir, eigi þeir einfaldlega að segja af sér og bíða eftir næstu umferð í nýjum flokki, þar sem sannfæring þeirra sameinist stefnu þess flokks sem þeir hafa valið sér. "Kjósendur hér í Suðvesturkjördæmi gáfu Gunnari umboð með atkvæði sínu til að berjast gegn viðloðandi stefnu í fiskveiðimálum, sem og öðrum málum sem ekki er var full sátt um. Ég lít svo á að þingsætið sé eign kjósenda í Suðvesturkjördæmi, ekki persónuleg eign Gunnars. Mér finnst hann þar með engan rétt hafa til að ráðstafa því eftir eigin geðþótta, - jafnvel þó hann hafi skipt um skoðun," segir Sigurlín Margrét á heimasíðu Frjálslynda flokksins. "Staða mín eftir brotthvarf Gunnars Örlygssonar úr Frjálslynda flokkinum er sú að ég er enn réttkjörin varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæminu. Með þetta í huga og ef sú staða kemur upp að ég komi inn ef Gunnar forfallast, þá mun ég koma inn sem varaþingmaður Frjálslynda flokksins. Það hefur ekki hvarflað að mér að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn, mér fyndist ég væri að svíkja kjósendur ef ég gerði það og ætla mér ekki að gera það", segir Sigurlín Margrét. Sjá nánar á heimasíðu Frjálslynda flokksins Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir 1. varaþingmaður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvestur kjördæmis Gunnars Örlygssonar ætlar ekki að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar náði kjöri í þessu kjördæmi sem uppbótarþingmaður Frjálslynda flokksins í Alþingiskosningunum þann 10. maí árið 2003. F-listinn fékk 6,75% prósent gildra atkvæða þar. Á heimasíðu Frjálslynda flokksins tjáir Sigurlín Margrét sig um brotthvarf Gunnars úr flokknum. "Mér varð eins og flestum brugðið, get svo sem vel ímyndað mér að jafnavel harðasta sjálfstæðismanni hafi líka verið brugðið, sér í lagi miðað við málflutning hans í garð Sjálfstæðismanna og stjórnliða almennt á þingi, síðustu daga," segir Sigurlín Margrét. Hún segir það almenna skoðun að svona eigi menn ekki að gera. Nái sannfæring þeirra ekki að samræmast þeirri stefnu sem þeir voru kosnir á þing fyrir, eigi þeir einfaldlega að segja af sér og bíða eftir næstu umferð í nýjum flokki, þar sem sannfæring þeirra sameinist stefnu þess flokks sem þeir hafa valið sér. "Kjósendur hér í Suðvesturkjördæmi gáfu Gunnari umboð með atkvæði sínu til að berjast gegn viðloðandi stefnu í fiskveiðimálum, sem og öðrum málum sem ekki er var full sátt um. Ég lít svo á að þingsætið sé eign kjósenda í Suðvesturkjördæmi, ekki persónuleg eign Gunnars. Mér finnst hann þar með engan rétt hafa til að ráðstafa því eftir eigin geðþótta, - jafnvel þó hann hafi skipt um skoðun," segir Sigurlín Margrét á heimasíðu Frjálslynda flokksins. "Staða mín eftir brotthvarf Gunnars Örlygssonar úr Frjálslynda flokkinum er sú að ég er enn réttkjörin varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæminu. Með þetta í huga og ef sú staða kemur upp að ég komi inn ef Gunnar forfallast, þá mun ég koma inn sem varaþingmaður Frjálslynda flokksins. Það hefur ekki hvarflað að mér að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn, mér fyndist ég væri að svíkja kjósendur ef ég gerði það og ætla mér ekki að gera það", segir Sigurlín Margrét. Sjá nánar á heimasíðu Frjálslynda flokksins
Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira