Mörg fórnarlömb netsvika á Íslandi 27. febrúar 2005 00:01 Vonin um skjótfenginn gróða verður til þess að fjölmargir láta gabba sig á Netinu. Íslensk fórnarlömb netsvindls af ýmsu tagi skipta tugum á hverju ári. Fjöldi fólks hefur haft samband við fréttastofuna í kjölfar fréttar af netsvindli og það er greinilegt að fjölmargir hafa orðið glæpamönnum að bráð sem stunda iðju sína á Netinu. Dæmi eru um fólk sem hefur tapað hundruðum þúsunda og lent í vandræðum eftir að hafa gefið upplýsingar um kortanúmer, leyniorð og fleira. Með sívaxandi netnotkun fjölgar glæpum af þessu tagi. Hjá greiðslukortafyrirtækjunum þekkja menn vinsælustu svindlleiðirnar. Bergþóra Ketilsdóttir, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Kreditkortum, segir það gjarnan þannig að fólk fái tilkynningu í tölvupósti um að það hafi dottið í lukkupottinn. Það þurfi hins vegar að gefa upp kortanúmer og gildistíma og þurfi kannski að inna litla greiðslu af hendi til að geta veitt hinum „háu verðlaunum“ viðtöku. Reyndin er aftur á móti sú að það er einhver annar að detta í „lukkupottinn“ ef korthafi veitir þessar upplýsingar. Til að komast hjá því að lenda í vandræðum af þessu tagi má hafa nokkur einföld ráð í huga:: - að huga vel að því hvaðan tölvupósturinn kemur, - að gefa aldrei upplýsingar um aðgangsorð, leyninúmer eða aðrar sambærilegar upplýsingar í tölvupósti eða öðrum álíka hætti, - að kanna vel öryggisyfirlýsingar og tryggingar þeirra fyrirtækja á Netinu sem skipt er við, og varast ýmiss konar gylliboð. Einn viðmælandi fréttastofunnar orðaði það sem svo að hljómaði eitthvert tilboð of gott til að vera satt, væru mestar líkur á að það væri heldur ekki satt. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Vonin um skjótfenginn gróða verður til þess að fjölmargir láta gabba sig á Netinu. Íslensk fórnarlömb netsvindls af ýmsu tagi skipta tugum á hverju ári. Fjöldi fólks hefur haft samband við fréttastofuna í kjölfar fréttar af netsvindli og það er greinilegt að fjölmargir hafa orðið glæpamönnum að bráð sem stunda iðju sína á Netinu. Dæmi eru um fólk sem hefur tapað hundruðum þúsunda og lent í vandræðum eftir að hafa gefið upplýsingar um kortanúmer, leyniorð og fleira. Með sívaxandi netnotkun fjölgar glæpum af þessu tagi. Hjá greiðslukortafyrirtækjunum þekkja menn vinsælustu svindlleiðirnar. Bergþóra Ketilsdóttir, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Kreditkortum, segir það gjarnan þannig að fólk fái tilkynningu í tölvupósti um að það hafi dottið í lukkupottinn. Það þurfi hins vegar að gefa upp kortanúmer og gildistíma og þurfi kannski að inna litla greiðslu af hendi til að geta veitt hinum „háu verðlaunum“ viðtöku. Reyndin er aftur á móti sú að það er einhver annar að detta í „lukkupottinn“ ef korthafi veitir þessar upplýsingar. Til að komast hjá því að lenda í vandræðum af þessu tagi má hafa nokkur einföld ráð í huga:: - að huga vel að því hvaðan tölvupósturinn kemur, - að gefa aldrei upplýsingar um aðgangsorð, leyninúmer eða aðrar sambærilegar upplýsingar í tölvupósti eða öðrum álíka hætti, - að kanna vel öryggisyfirlýsingar og tryggingar þeirra fyrirtækja á Netinu sem skipt er við, og varast ýmiss konar gylliboð. Einn viðmælandi fréttastofunnar orðaði það sem svo að hljómaði eitthvert tilboð of gott til að vera satt, væru mestar líkur á að það væri heldur ekki satt.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira