Stöðugur flótti stuðningsmanna ESB 27. febrúar 2005 00:01 Enn er hart tekist á um afstöðu til Evrópusambandsins á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar eru á stöðugum flótta og hafa andstæðingar náð fram verulegum breytingum frá upphaflegri tillögu að ályktun. Þá stefnir í að Framsóknarflokkurinn álykti að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Það er engu líkara en stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar á flokksþingi Framsóknarflokksins séu með sjö gíra aftur á bak eins og sagt var um ítalska herinn í Seinni heimsstyrjöld. Þeir hafa verið á hröðum flótta frá upphaflegri tillögu í fyrradag sem kvað á um að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður að ESB á kjörtímabilinu og niðurstöður þeirra yrðu bornar undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum. Í gær voru þeir reknir til baka með tillögu þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands væri betur borgið innan ESB, og að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða. Í morgun vonuðust menn til að sátt gæti náðst um tillögu þar sem sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en bera niðurstöðu þeirrar vinnu undir næsta flokksþing, til samþykktar eða synjunar. Í morgun gerðist það hins vegar að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins til margra ára, stóð upp og lýsti algerri andstöðu við þennan texta. Evrópusinnarnir hafa því neyðst til að bakka enn einu sinni en á næstu mínútum er búist við að Evróputillaga með enn mildari orðalagi verði kynnt. Evrópusinnum innan Framsóknarflokksins virðist því ætla að mistakast að færa flokkinn nær aðildarviðræðum á þessu flokksþingi. Í tillögu um flugvallarmálið sem upphaflega var lögð fyrir þingið var hreinlega lagt til að innanlandsflugið ætti að færast til Keflavíkur. Nú stefnir í samkomulagstillögu um það að miðstöð innanlandsflugsins verði áfram í Vatnsmýri en flugvöllurinn gefi eftir land til annarrar starfsemi. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Enn er hart tekist á um afstöðu til Evrópusambandsins á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar eru á stöðugum flótta og hafa andstæðingar náð fram verulegum breytingum frá upphaflegri tillögu að ályktun. Þá stefnir í að Framsóknarflokkurinn álykti að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Það er engu líkara en stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar á flokksþingi Framsóknarflokksins séu með sjö gíra aftur á bak eins og sagt var um ítalska herinn í Seinni heimsstyrjöld. Þeir hafa verið á hröðum flótta frá upphaflegri tillögu í fyrradag sem kvað á um að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður að ESB á kjörtímabilinu og niðurstöður þeirra yrðu bornar undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum. Í gær voru þeir reknir til baka með tillögu þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands væri betur borgið innan ESB, og að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða. Í morgun vonuðust menn til að sátt gæti náðst um tillögu þar sem sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en bera niðurstöðu þeirrar vinnu undir næsta flokksþing, til samþykktar eða synjunar. Í morgun gerðist það hins vegar að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins til margra ára, stóð upp og lýsti algerri andstöðu við þennan texta. Evrópusinnarnir hafa því neyðst til að bakka enn einu sinni en á næstu mínútum er búist við að Evróputillaga með enn mildari orðalagi verði kynnt. Evrópusinnum innan Framsóknarflokksins virðist því ætla að mistakast að færa flokkinn nær aðildarviðræðum á þessu flokksþingi. Í tillögu um flugvallarmálið sem upphaflega var lögð fyrir þingið var hreinlega lagt til að innanlandsflugið ætti að færast til Keflavíkur. Nú stefnir í samkomulagstillögu um það að miðstöð innanlandsflugsins verði áfram í Vatnsmýri en flugvöllurinn gefi eftir land til annarrar starfsemi.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira