Skátafélagið Hraunbúar hélt upp á 80 ára afmæli sitt með veglegri afmælisveislu á laugardag. Veislan var haldin í Hraunbyrgi í Hafnarfirði og u.þ.b. 150 manns komu í afmælið.
Ásgeir Ólafsson félagsforingi segir veisluna hafa verið skemmtilega og gestirnir ánægðir. "Við reynum að halda reglulega upp á afmæli félagsins og gerum okkur glaðan dag við hvert tækifæri," segir hann. Í tilefni afmælisins var sögu félagsins síðustu 80 árin gerð skil með myndasýningu og verður hún opin eitthvað fram eftir viku.