Innlent

Hlutur hvors kyns 40%

Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Kópvogi hefur samþykkt að efna til opins prófkjörs um val á frambjóðendum fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Prófkjörið verður einungis bindandi fyrir sex efstu sætin, ef lagaákvæðum flokksins um hlutfall kynja er fullnægt. Samkvæmt þeim skal hlutur hvors kyns ekki vera minni en 40%. Prófkjörið mun fara fram á tímabilinu 29. október til 20. nóvember nk. en nánari framkvæmd þess verður í höndum kjörstjórnar. Rétt til þátttöku eiga þeir sem skráðir eru til lögheimilis í Kópavogi og hafa náð 18 ára aldri þegar kosningarnar fara fram 27. maí á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×