Erlent

Elsti pandabjörninn látinn

Elsti pandabjörn í umsjón manna lést af eðlilegum orsökum í kínverskum dýragarði í dag. Peipei var 33 ára sem myndi teljast um 100 ár í mannævi. Talið er að pandabirnir eigi ættir að rekja allt til tíma risaeðlanna. Um 1590 Pandabirnir lifa enn villtir í Kína. Á tímabili lá við útrýmingu stofnsins en yfirvöld í Kína telja að björninn sé að ná sér á strik þó hann sé ekki enn úr allri hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×