Kvenfangar verr staddir 29. ágúst 2004 00:01 Konur sem afplána fangelsisdóm eru almennt verr staddar en karlfangar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á félagslegri stöðu fanga á Íslandi sem Margrét Sæmundsdóttir, deildarstjóri hjá Fangelsismálastofnun, gerði en þetta er fyrsta könnun sinnar tegundar sem gerð er hér á landi. Rannsóknin náði til fanga sem hófu afplánun frá september 1998 til ársloka 2003 og voru einungis íslenskir fangar í úrtakinu. Margrét segir niðurstöðuna benda til þess að fangar komi frá efnaminni fjölskyldum. Það eigi þó frekar við um eldri fanga því þeir yngri komi úr mun fjölbreytttari fjölskylduaðstæðum en hinir eldri. Einnig hafi þeir flestir mjög litla menntun og nokkra athygli vekur að flestir fanganna voru í vinnu þegar afplánun hófst. Rannsóknin sýndi að félagsleg staða kynjanna var ólík. Margrét segir að fleiri konur hlutfallslega, af þeim sem koma inn í fangelsi, séu verr staddar en karlmenn, félagslega og andlega. Stærri hluti þeirra sé öryrkjar, atvinnulausar og tali um að þær eigi við geðræn vandamál að stríða. Þá er hátt hlutfall þeirra ekki með barn sitt í sinni umsjá. Margrét segir erfitt að finna einhlíta skýringu á hinni misjöfnu stöðu kynjanna í hópi fanga. Samkvæmt rannsókninni er ákveðið samhengi á milli menntunar, bakgrunns og félagslegrar stöðu fanganna og þeirra afbrota sem þeir eru að afplána dóm fyrir. Innbrotsþjófar, sem dæmi, voru félagslega verra staddir en margir aðrir, þeir voru í meira mæli atvinnulausir, verr menntaðir, höfðu hlotið erfiðara uppeldi og voru frekar í vímuefnaneyslu. Fjársvikamenn og kynferðisbrotamenn voru almennt með lengra nám að baki, voru í vinnu, áttu sér samastað og fjölskyldu. Aðspurð að hvaða gagni þessi rannsókn komi segir Margrét að niðurstöðurnar gagnist við að greina hvaða meðferð fangar þurfi. Hvort meðferðin skili árangri sé svo aftur á móti annað mál. Nánar verður fjallað um þetta mál í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að hlusta á viðtal við Margréti Sæmundsdóttur úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Konur sem afplána fangelsisdóm eru almennt verr staddar en karlfangar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á félagslegri stöðu fanga á Íslandi sem Margrét Sæmundsdóttir, deildarstjóri hjá Fangelsismálastofnun, gerði en þetta er fyrsta könnun sinnar tegundar sem gerð er hér á landi. Rannsóknin náði til fanga sem hófu afplánun frá september 1998 til ársloka 2003 og voru einungis íslenskir fangar í úrtakinu. Margrét segir niðurstöðuna benda til þess að fangar komi frá efnaminni fjölskyldum. Það eigi þó frekar við um eldri fanga því þeir yngri komi úr mun fjölbreytttari fjölskylduaðstæðum en hinir eldri. Einnig hafi þeir flestir mjög litla menntun og nokkra athygli vekur að flestir fanganna voru í vinnu þegar afplánun hófst. Rannsóknin sýndi að félagsleg staða kynjanna var ólík. Margrét segir að fleiri konur hlutfallslega, af þeim sem koma inn í fangelsi, séu verr staddar en karlmenn, félagslega og andlega. Stærri hluti þeirra sé öryrkjar, atvinnulausar og tali um að þær eigi við geðræn vandamál að stríða. Þá er hátt hlutfall þeirra ekki með barn sitt í sinni umsjá. Margrét segir erfitt að finna einhlíta skýringu á hinni misjöfnu stöðu kynjanna í hópi fanga. Samkvæmt rannsókninni er ákveðið samhengi á milli menntunar, bakgrunns og félagslegrar stöðu fanganna og þeirra afbrota sem þeir eru að afplána dóm fyrir. Innbrotsþjófar, sem dæmi, voru félagslega verra staddir en margir aðrir, þeir voru í meira mæli atvinnulausir, verr menntaðir, höfðu hlotið erfiðara uppeldi og voru frekar í vímuefnaneyslu. Fjársvikamenn og kynferðisbrotamenn voru almennt með lengra nám að baki, voru í vinnu, áttu sér samastað og fjölskyldu. Aðspurð að hvaða gagni þessi rannsókn komi segir Margrét að niðurstöðurnar gagnist við að greina hvaða meðferð fangar þurfi. Hvort meðferðin skili árangri sé svo aftur á móti annað mál. Nánar verður fjallað um þetta mál í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að hlusta á viðtal við Margréti Sæmundsdóttur úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira