Kaupmáttarrýrnun hjá kennurum 30. október 2004 00:01 Jón Pétur Zimsen, kennari sem á sæti í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur segir marga kennara lækka í launum ef miðlunartillaga sáttasemjara, sem hljóðar upp á 16,5 prósenta launahækkun, verði samþykkt. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Hann segir kaupmáttaraukningu grunnskólakennara nánast enga á samningstímanum og að kaupmáttarrýrnun verði hjá helmingi grunnskólakennara, ef miðað sé við verðbólguspár. Þá munu laun þeirra kennara sem fá þrjá launaflokka eða meira úr launapotti lækka, þar sem tveir og hálfur launaflokkur verður festur í launatöflu. Þá verða 0,3 launaflokkar eftir í potti, sem skólastjórar hafa til ráðstöfunar. Eingreiðsla til kennara í lok verkfalls á að hækka um 30.000 krónur ef miðað er við tilboð ríkissáttasemjara frá síðustu viku og verður 130.000. Jón segir að breytingar á pottflokkum komi til lækkunar á þeirri upphæð. Við það að flytja launaflokka úr potti í launatöflu munu laun þeirra kennara hækka sem fá nú færri en tvo og hálfan launaflokk úr potti. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir laun ekki lækka við það að hækka, þó ekki sé alltaf hægt að reikna með áhrifum verðbólgu á kaupmátt. Hvað varðar breytingar á launum við það að launaflokkar úr potti séu festir í launatöflu segir hann það hafa verið kröfu grunnskólakennara. "Það var ein af forgangskröfum grunnskólakennara að færa pott inn í grunna. Við vildum koma pottflokkunum öllum inn í grunnlaun og það tekst ekki. Þeir sem eru með fjóra flokka í dag, geta verið með tvo flokka á næsta ári, og því er ekki hægt að svara því hvort laun lækka með þessum breytingum, því launaflokkar úr potti eru ekki fastir. Það er aðalmálið. Það verður til annar pottur, sem er minni, en úr honum fá menn eitthvað. Þessi breyting á pottflokkum mun ekki hafa áhrif á meðaltal heildarlauna yfir stéttina. En það er aldrei hægt að vita hver er að fá hvað á milli ára." Kauphækkun grunnskólakennara, samkvæmt miðlunartillögunni yrði mjög svipuð og hækkun kauptryggingar og annarra launaliða sjómanna sem samið var um í gær. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Jón Pétur Zimsen, kennari sem á sæti í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur segir marga kennara lækka í launum ef miðlunartillaga sáttasemjara, sem hljóðar upp á 16,5 prósenta launahækkun, verði samþykkt. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Hann segir kaupmáttaraukningu grunnskólakennara nánast enga á samningstímanum og að kaupmáttarrýrnun verði hjá helmingi grunnskólakennara, ef miðað sé við verðbólguspár. Þá munu laun þeirra kennara sem fá þrjá launaflokka eða meira úr launapotti lækka, þar sem tveir og hálfur launaflokkur verður festur í launatöflu. Þá verða 0,3 launaflokkar eftir í potti, sem skólastjórar hafa til ráðstöfunar. Eingreiðsla til kennara í lok verkfalls á að hækka um 30.000 krónur ef miðað er við tilboð ríkissáttasemjara frá síðustu viku og verður 130.000. Jón segir að breytingar á pottflokkum komi til lækkunar á þeirri upphæð. Við það að flytja launaflokka úr potti í launatöflu munu laun þeirra kennara hækka sem fá nú færri en tvo og hálfan launaflokk úr potti. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir laun ekki lækka við það að hækka, þó ekki sé alltaf hægt að reikna með áhrifum verðbólgu á kaupmátt. Hvað varðar breytingar á launum við það að launaflokkar úr potti séu festir í launatöflu segir hann það hafa verið kröfu grunnskólakennara. "Það var ein af forgangskröfum grunnskólakennara að færa pott inn í grunna. Við vildum koma pottflokkunum öllum inn í grunnlaun og það tekst ekki. Þeir sem eru með fjóra flokka í dag, geta verið með tvo flokka á næsta ári, og því er ekki hægt að svara því hvort laun lækka með þessum breytingum, því launaflokkar úr potti eru ekki fastir. Það er aðalmálið. Það verður til annar pottur, sem er minni, en úr honum fá menn eitthvað. Þessi breyting á pottflokkum mun ekki hafa áhrif á meðaltal heildarlauna yfir stéttina. En það er aldrei hægt að vita hver er að fá hvað á milli ára." Kauphækkun grunnskólakennara, samkvæmt miðlunartillögunni yrði mjög svipuð og hækkun kauptryggingar og annarra launaliða sjómanna sem samið var um í gær.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira