Freysgoði á fjalirnar 8. september 2004 00:01 "Við erum strax byrjuð að undirbúa afmælisárið," segir Eggert Kaaber hjá Stoppleikhúsinu, sem þessa dagana er að hefja sitt níunda leikár og verður því tíu ára næsta vetur. Sex íslensk leikrit verða á dagskrá Stoppleikhússins í vetur, þar af tvö glæný verk. Annað þeirra hefur Valgeir Skagfjörð samið upp úr Hrafnkels sögu Freysgoða. Hitt er nýtt íslenskt jólaleikrit sem nefnist Síðasta stríð og verður á dagskrá þegar nær dregur jólum. "Þetta verður stærsta leikár okkar hingað til og stærsta verkefnaskráin," segir Eggert og lofar því að afmælisárið næsta vetur verði enn glæsilegra. Æfingar eru þegar hafnar á Hrafnkels sögu, sem frumsýnd verður í lok september. "Hrafnkels saga er ætluð unglingum og framhaldsskólanemum. Við ætlum að leggja mjög mikið í að gera flotta sýningu með búingum og leikmynd og bardagaatriðum." Stoppleikhúsið er barna- og unglingaleikhús sem leggur sérstaka áherslu á að vera fræðsluleikhús. "Við erum í raun eina starfandi fræðsluleikhúsið á Íslandi í dag," segir Eggert. "Og við leggjum líka sérstaka áherslu á að vera með sýningar sem ætlaðar eru unglingum, því þeir hafa orðið mikið útundan, finnst okkur." Eggert segir það engan hægðarleik að setja upp sýningar fyrir börn og unglinga. "Það þýðir ekkert að kasta til höndunum. Börn og unglingar eru mjög kröfuharðir áhorfendur og kaupa ekki allt sem þeim er boðið. Sérstaklega unglingarnir, það er ekki sama hvernig farið er að þeim." Leikhús Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Við erum strax byrjuð að undirbúa afmælisárið," segir Eggert Kaaber hjá Stoppleikhúsinu, sem þessa dagana er að hefja sitt níunda leikár og verður því tíu ára næsta vetur. Sex íslensk leikrit verða á dagskrá Stoppleikhússins í vetur, þar af tvö glæný verk. Annað þeirra hefur Valgeir Skagfjörð samið upp úr Hrafnkels sögu Freysgoða. Hitt er nýtt íslenskt jólaleikrit sem nefnist Síðasta stríð og verður á dagskrá þegar nær dregur jólum. "Þetta verður stærsta leikár okkar hingað til og stærsta verkefnaskráin," segir Eggert og lofar því að afmælisárið næsta vetur verði enn glæsilegra. Æfingar eru þegar hafnar á Hrafnkels sögu, sem frumsýnd verður í lok september. "Hrafnkels saga er ætluð unglingum og framhaldsskólanemum. Við ætlum að leggja mjög mikið í að gera flotta sýningu með búingum og leikmynd og bardagaatriðum." Stoppleikhúsið er barna- og unglingaleikhús sem leggur sérstaka áherslu á að vera fræðsluleikhús. "Við erum í raun eina starfandi fræðsluleikhúsið á Íslandi í dag," segir Eggert. "Og við leggjum líka sérstaka áherslu á að vera með sýningar sem ætlaðar eru unglingum, því þeir hafa orðið mikið útundan, finnst okkur." Eggert segir það engan hægðarleik að setja upp sýningar fyrir börn og unglinga. "Það þýðir ekkert að kasta til höndunum. Börn og unglingar eru mjög kröfuharðir áhorfendur og kaupa ekki allt sem þeim er boðið. Sérstaklega unglingarnir, það er ekki sama hvernig farið er að þeim."
Leikhús Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“