80% drengja hala ólöglega niður 30. september 2004 00:01 Um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni vegna meints höfundarréttarstuldar. Einn höfuðpauranna í því máli ákvað að leysa frá skjóðunni til þess að komast hjá gæsluvarðhaldi. Krafist hafði verið gæsluvarðhalds yfir einum höfuðpauranna en fallið var frá kröfunni eftir að maðurinn ákvað að leysa frá skjóðunni og aðstoða lögregluna við rannsóknina. Mennirnir tólf sem voru handteknir vegna málsins voru á aldrinum nítján til rúmlega fertugs en tugir manna, sem taldir eru tengjast þeim, verða væntanlega yfirheyrðir. Þegar fréttist af aðgerð lögreglunnar snarminnkaði gagnaumferð á Netinu sem tengist einstaklingum. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segist hafa vísbendingar um að í einhverjum tilvikum sé efnið sett á diska og selt. Í flestum tilvikum sé efnið þó ókeypis fyrir þá sem vilja nýta sér það. Verulega hefur dregið úr sölu á geisladiskum og leigu á vídeóspólum, auk þess sem vísbendingar eru um að dregið hafi úr bíóaðsókn vegna ólöglegrar dreifingar af þessu tagi. Í lokaritgerð sem Guðmundur Þorkell Guðmundsson gerði í Háskóla Íslands um Netið og íslensk ungmenni kemur fram að börn og unglingar verja miklum tíma í að hlaða niður efni með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni. Gerð var úttekt á 1400 börnum í 5. til 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið, um helmingur stelpna sækir sér tónlist og rétt um þriðjungur sækir kvikmyndir. Guðmundur telur að fullorðið fólk sé ekki mikið að stunda þetta líkt og krakkarnir. Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni vegna meints höfundarréttarstuldar. Einn höfuðpauranna í því máli ákvað að leysa frá skjóðunni til þess að komast hjá gæsluvarðhaldi. Krafist hafði verið gæsluvarðhalds yfir einum höfuðpauranna en fallið var frá kröfunni eftir að maðurinn ákvað að leysa frá skjóðunni og aðstoða lögregluna við rannsóknina. Mennirnir tólf sem voru handteknir vegna málsins voru á aldrinum nítján til rúmlega fertugs en tugir manna, sem taldir eru tengjast þeim, verða væntanlega yfirheyrðir. Þegar fréttist af aðgerð lögreglunnar snarminnkaði gagnaumferð á Netinu sem tengist einstaklingum. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segist hafa vísbendingar um að í einhverjum tilvikum sé efnið sett á diska og selt. Í flestum tilvikum sé efnið þó ókeypis fyrir þá sem vilja nýta sér það. Verulega hefur dregið úr sölu á geisladiskum og leigu á vídeóspólum, auk þess sem vísbendingar eru um að dregið hafi úr bíóaðsókn vegna ólöglegrar dreifingar af þessu tagi. Í lokaritgerð sem Guðmundur Þorkell Guðmundsson gerði í Háskóla Íslands um Netið og íslensk ungmenni kemur fram að börn og unglingar verja miklum tíma í að hlaða niður efni með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni. Gerð var úttekt á 1400 börnum í 5. til 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið, um helmingur stelpna sækir sér tónlist og rétt um þriðjungur sækir kvikmyndir. Guðmundur telur að fullorðið fólk sé ekki mikið að stunda þetta líkt og krakkarnir.
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira