Matur sem börnin borða 30. september 2004 00:01 "Margir kannast við það að börnin þeirra borði lítið sem ekkert heima hjá sér en séu miklir mathákar í leikskólanum. Út frá þessu algenga vandamáli kviknaði hugmyndin," segir Ásta Vigdís Jónsdóttir, ritstjóri bókarinnar Krakkaeldhús sem nýverið kom út hjá útgáfunni Hemru. Í bókinni eru tíndar til uppskriftir frá leikskólum landsins, sem hafa verið vinsælar hjá börnunum, og framsettar á einfaldan og skemmtilegan máta. Áherslan er lögð á hollt og fjölbreytt fæði sem börnum líkar og geta vel gengið sem máltíð fyrir alla fjölskylduna. "Ég prófaði mikið af þessum uppskriftum á mínu heimili og hafa þær allar slegið í gegn hjá börnunum og þá sérstaklega plokkfiskurinn," segir Ásta Vigdís. Hráefnið í allar uppskriftirnar er mjög aðgengilegt og í flestum tilfellum ódýrt, sem skiptir miklu máli fyrir barnafjölskyldur. "Grænmetið sem sjaldan er vinsælt er fléttað á skemmtilegan hátt inn í uppskriftirnar og á þann veg að börnin borði það með bestu lyst," segir Ásta Vigdís og tekur það fram að ekki eigi að ganga að því vísu að börnin borði ekki tiltekinn mat. Vandað var við allan frágang á bókinni að sögn Ástu og var það haft að leiðarljósi að bókin væri litrík og höfðaði til barna. "Börnin geta sjálf valið sér mat úr bókinni og taka þannig þátt á heimilinu. Við viljum með þessari bók stuðla að jákvæðri og skemmtilegri stund fjölskyldunnar við matarborðið," segir Ásta Vigdís. Matur Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
"Margir kannast við það að börnin þeirra borði lítið sem ekkert heima hjá sér en séu miklir mathákar í leikskólanum. Út frá þessu algenga vandamáli kviknaði hugmyndin," segir Ásta Vigdís Jónsdóttir, ritstjóri bókarinnar Krakkaeldhús sem nýverið kom út hjá útgáfunni Hemru. Í bókinni eru tíndar til uppskriftir frá leikskólum landsins, sem hafa verið vinsælar hjá börnunum, og framsettar á einfaldan og skemmtilegan máta. Áherslan er lögð á hollt og fjölbreytt fæði sem börnum líkar og geta vel gengið sem máltíð fyrir alla fjölskylduna. "Ég prófaði mikið af þessum uppskriftum á mínu heimili og hafa þær allar slegið í gegn hjá börnunum og þá sérstaklega plokkfiskurinn," segir Ásta Vigdís. Hráefnið í allar uppskriftirnar er mjög aðgengilegt og í flestum tilfellum ódýrt, sem skiptir miklu máli fyrir barnafjölskyldur. "Grænmetið sem sjaldan er vinsælt er fléttað á skemmtilegan hátt inn í uppskriftirnar og á þann veg að börnin borði það með bestu lyst," segir Ásta Vigdís og tekur það fram að ekki eigi að ganga að því vísu að börnin borði ekki tiltekinn mat. Vandað var við allan frágang á bókinni að sögn Ástu og var það haft að leiðarljósi að bókin væri litrík og höfðaði til barna. "Börnin geta sjálf valið sér mat úr bókinni og taka þannig þátt á heimilinu. Við viljum með þessari bók stuðla að jákvæðri og skemmtilegri stund fjölskyldunnar við matarborðið," segir Ásta Vigdís.
Matur Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira