Ný aðferð til að drepa krabbamein 19. október 2004 00:01 Baldur Sveinbjörnsson, prófessor við læknadeild háskólans í Tromsö, hefur ásamt rannsóknarhópi þar fundið lyfjameðferð sem vinnur á krabbameinsfrumum í börnum. Um er að ræða nýja notkun verkjalyfjanna Voltaren og Celebra. Þessi uppgötvun var þróuð áfram í samstarfi við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og kunngerð 14. október. Hún hefur vakið mikla athygli í Evrópu og Bandaríkjunum. "Það hefur verið vitað að þessi lyf hefðu áhrif á ristilkrabbamein," sagði Baldur. "En hitt, að það virki á þessa tegund krabbameins í börnum er alveg nýtt. Ég og mín deild í Tromsö höfðum verið að vinna með rannsóknir á ristilkrabbameini. Síðan vorum við í öðru samstarfi við barnakrabbameinsdeildina hérna og fórum að prófa þetta af forvitni. Við fengum þá niðurstöður sem voru það góðar, að við urðum að hafa samband við rannsóknarhóp í Svíþjóð sem er mjög framarlega í rannsóknum á krabbameini barna" Í þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar hefur fengist staðfest að lyfin verka gegn krabbameini, sem algengast er í börnum á aldrinum 0 - 10 ára. Var lyfið prófað með því að taka krabbameinsfrumur úr æxlum, auk þess sem frumum úr fólki var komið fyrir í rottum og lyfið reynt með þeim hætti. "Þetta hafði þau áhrif að krabbameinsfrumurnar drápust einfaldlega," sagði Baldur. Þegar frumárangurinn var kominn í ljós, var hafin samvinna við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, þar sem ofangreindur rannsóknarhópur starfar. Frá Tromsö fóru þangað Baldur og Ingvild Pettersen og hafa starfað með þeim hópi að áframhaldandi rannsóknum. "Þessi rannsókn hefur leitt til þess að nú á að fara að prófa þetta á fleiri sjúkrahúsum í Evrópu," sagði Baldur. "Þá er gert ráð fyrir að í vor hefjist skipulagðar, umfangsmiklar rannsóknir á þessari meðferð á börnum, samhliða hefðbundinni krabbameinsmeðferð." Þessi meðferð á einungis við um börn enn sem komið er. Hins vegar er unnið að rannsóknum á verkun Celebra á lungnakrabbamein og ristilkrabbamein hjá fullorðnum á öðrum vígstöðvum, meðal annars í Bandaríkjunum Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Baldur Sveinbjörnsson, prófessor við læknadeild háskólans í Tromsö, hefur ásamt rannsóknarhópi þar fundið lyfjameðferð sem vinnur á krabbameinsfrumum í börnum. Um er að ræða nýja notkun verkjalyfjanna Voltaren og Celebra. Þessi uppgötvun var þróuð áfram í samstarfi við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og kunngerð 14. október. Hún hefur vakið mikla athygli í Evrópu og Bandaríkjunum. "Það hefur verið vitað að þessi lyf hefðu áhrif á ristilkrabbamein," sagði Baldur. "En hitt, að það virki á þessa tegund krabbameins í börnum er alveg nýtt. Ég og mín deild í Tromsö höfðum verið að vinna með rannsóknir á ristilkrabbameini. Síðan vorum við í öðru samstarfi við barnakrabbameinsdeildina hérna og fórum að prófa þetta af forvitni. Við fengum þá niðurstöður sem voru það góðar, að við urðum að hafa samband við rannsóknarhóp í Svíþjóð sem er mjög framarlega í rannsóknum á krabbameini barna" Í þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar hefur fengist staðfest að lyfin verka gegn krabbameini, sem algengast er í börnum á aldrinum 0 - 10 ára. Var lyfið prófað með því að taka krabbameinsfrumur úr æxlum, auk þess sem frumum úr fólki var komið fyrir í rottum og lyfið reynt með þeim hætti. "Þetta hafði þau áhrif að krabbameinsfrumurnar drápust einfaldlega," sagði Baldur. Þegar frumárangurinn var kominn í ljós, var hafin samvinna við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, þar sem ofangreindur rannsóknarhópur starfar. Frá Tromsö fóru þangað Baldur og Ingvild Pettersen og hafa starfað með þeim hópi að áframhaldandi rannsóknum. "Þessi rannsókn hefur leitt til þess að nú á að fara að prófa þetta á fleiri sjúkrahúsum í Evrópu," sagði Baldur. "Þá er gert ráð fyrir að í vor hefjist skipulagðar, umfangsmiklar rannsóknir á þessari meðferð á börnum, samhliða hefðbundinni krabbameinsmeðferð." Þessi meðferð á einungis við um börn enn sem komið er. Hins vegar er unnið að rannsóknum á verkun Celebra á lungnakrabbamein og ristilkrabbamein hjá fullorðnum á öðrum vígstöðvum, meðal annars í Bandaríkjunum
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira