Ný aðferð til að drepa krabbamein 19. október 2004 00:01 Baldur Sveinbjörnsson, prófessor við læknadeild háskólans í Tromsö, hefur ásamt rannsóknarhópi þar fundið lyfjameðferð sem vinnur á krabbameinsfrumum í börnum. Um er að ræða nýja notkun verkjalyfjanna Voltaren og Celebra. Þessi uppgötvun var þróuð áfram í samstarfi við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og kunngerð 14. október. Hún hefur vakið mikla athygli í Evrópu og Bandaríkjunum. "Það hefur verið vitað að þessi lyf hefðu áhrif á ristilkrabbamein," sagði Baldur. "En hitt, að það virki á þessa tegund krabbameins í börnum er alveg nýtt. Ég og mín deild í Tromsö höfðum verið að vinna með rannsóknir á ristilkrabbameini. Síðan vorum við í öðru samstarfi við barnakrabbameinsdeildina hérna og fórum að prófa þetta af forvitni. Við fengum þá niðurstöður sem voru það góðar, að við urðum að hafa samband við rannsóknarhóp í Svíþjóð sem er mjög framarlega í rannsóknum á krabbameini barna" Í þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar hefur fengist staðfest að lyfin verka gegn krabbameini, sem algengast er í börnum á aldrinum 0 - 10 ára. Var lyfið prófað með því að taka krabbameinsfrumur úr æxlum, auk þess sem frumum úr fólki var komið fyrir í rottum og lyfið reynt með þeim hætti. "Þetta hafði þau áhrif að krabbameinsfrumurnar drápust einfaldlega," sagði Baldur. Þegar frumárangurinn var kominn í ljós, var hafin samvinna við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, þar sem ofangreindur rannsóknarhópur starfar. Frá Tromsö fóru þangað Baldur og Ingvild Pettersen og hafa starfað með þeim hópi að áframhaldandi rannsóknum. "Þessi rannsókn hefur leitt til þess að nú á að fara að prófa þetta á fleiri sjúkrahúsum í Evrópu," sagði Baldur. "Þá er gert ráð fyrir að í vor hefjist skipulagðar, umfangsmiklar rannsóknir á þessari meðferð á börnum, samhliða hefðbundinni krabbameinsmeðferð." Þessi meðferð á einungis við um börn enn sem komið er. Hins vegar er unnið að rannsóknum á verkun Celebra á lungnakrabbamein og ristilkrabbamein hjá fullorðnum á öðrum vígstöðvum, meðal annars í Bandaríkjunum Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Sjá meira
Baldur Sveinbjörnsson, prófessor við læknadeild háskólans í Tromsö, hefur ásamt rannsóknarhópi þar fundið lyfjameðferð sem vinnur á krabbameinsfrumum í börnum. Um er að ræða nýja notkun verkjalyfjanna Voltaren og Celebra. Þessi uppgötvun var þróuð áfram í samstarfi við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og kunngerð 14. október. Hún hefur vakið mikla athygli í Evrópu og Bandaríkjunum. "Það hefur verið vitað að þessi lyf hefðu áhrif á ristilkrabbamein," sagði Baldur. "En hitt, að það virki á þessa tegund krabbameins í börnum er alveg nýtt. Ég og mín deild í Tromsö höfðum verið að vinna með rannsóknir á ristilkrabbameini. Síðan vorum við í öðru samstarfi við barnakrabbameinsdeildina hérna og fórum að prófa þetta af forvitni. Við fengum þá niðurstöður sem voru það góðar, að við urðum að hafa samband við rannsóknarhóp í Svíþjóð sem er mjög framarlega í rannsóknum á krabbameini barna" Í þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar hefur fengist staðfest að lyfin verka gegn krabbameini, sem algengast er í börnum á aldrinum 0 - 10 ára. Var lyfið prófað með því að taka krabbameinsfrumur úr æxlum, auk þess sem frumum úr fólki var komið fyrir í rottum og lyfið reynt með þeim hætti. "Þetta hafði þau áhrif að krabbameinsfrumurnar drápust einfaldlega," sagði Baldur. Þegar frumárangurinn var kominn í ljós, var hafin samvinna við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, þar sem ofangreindur rannsóknarhópur starfar. Frá Tromsö fóru þangað Baldur og Ingvild Pettersen og hafa starfað með þeim hópi að áframhaldandi rannsóknum. "Þessi rannsókn hefur leitt til þess að nú á að fara að prófa þetta á fleiri sjúkrahúsum í Evrópu," sagði Baldur. "Þá er gert ráð fyrir að í vor hefjist skipulagðar, umfangsmiklar rannsóknir á þessari meðferð á börnum, samhliða hefðbundinni krabbameinsmeðferð." Þessi meðferð á einungis við um börn enn sem komið er. Hins vegar er unnið að rannsóknum á verkun Celebra á lungnakrabbamein og ristilkrabbamein hjá fullorðnum á öðrum vígstöðvum, meðal annars í Bandaríkjunum
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Sjá meira