Geta ekki tryggt öryggi borgaranna 25. nóvember 2004 00:01 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vantar úrræði til að tryggja öryggi borgaranna, segir framkvæmdastjóri forvarnadeildar. Brýn þörf sé á að slökkviliðið hafi heimild til að sekta þá beint sem láta undir höfuð leggjast að sinna kröfum um úrbætur á brunavörnum. Á þessu ári hefur slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sent 531 húseiganda athugasemdir vegna ónógra brunavarna. Af þeim hefur tæpur helmingur, eða 236, enn ekki gert nauðsynlegar úrbætur og hafa fengið frest. Slökkviliðið beitir sér ekki ef lakar eldvarnir ógna eingöngu eignum og fyrirséð er að langflest þessara mála fer í það sem kallað er „safnhaugur“, eða, enda sem ólokin mál þar sem ekki er ástæða til frekari aðgerða. Hins vegar vofa dagsektir yfir níu af þeim 236 aðilum sem hafa látið undir höfuð leggjast að bæta úr eldvörnum en til slíkra þvingunaraðgerða er einungis gripið ef sýnt þykir að öryggi fólks sé ógnað. Athygli vekur að í þeim hópi er Reykjalundur og einnig þótti nauðsyn til að beita dvalarheimilið Hrafnistu í Hafnarfirði slíkum þvingunum. Dagsektarferlið er þó seinvirkt enda þarf viðkomandi sveitarfélag að samþykkja að til þess sé gripið. Eigandi húsnæðisins fær þar að auki sex mánaða frest til úrbóta. Auk þess er hægt að leggja fram verkáætlun í samstarfi við slökkviliðið. Gangi það eftir fellur sektin niður. Hrafnista í Hafnarfirði hefur unnið eftir þessu kerfi og þykja hafa staðið við áætlun. Í tilfelli Reykjalundar hefur bæjarstjórn Mosfellsbæjar ekki samþykkt að dagsektum verði beitt, þrátt fyrir að beiðni slökkviliðsins hafi legið á borði hennar frá byrjun júlí. Fyrirtækið Hringrás var ekki inni í slíku ferli en hafði þó fengið kröfu frá slökkviliðinu um að gera grein fyrir því á hvern hátt þeir myndu hindra að hættuástand skapaðist. Málið var talið á gráu svæði, enda um að ræða dekkjahrúgur en ekki húsbyggingu. Í kjölfar stórbrunans hefur lögfræðingur slökkviliðisins þó metið það sem svo að lögum samkvæmt hefði verið hægt að beita fyrirtækið dagsektum. Slökkviliðið hefur einnig heimild í lögum til að beita lokunaraðgerðum, koma upp öryggisvakt eða gangast í að viðunandi brunavörnum sé komið upp á kostnað eigenda. Bjarni Kjartansson, framkvæmdastjóri forvarnardeildar slökkviliðsins, segir afar sjaldgæft að gripið sé til slíkra úrræða, enda geri öguð vinnubrögð góðrar stjórnsýslu það að verkum að slíkt er seinvirkt og ekki sérlega skilvirkt. Hann telurhins vegar brýna þörf á að slökkviliðið hafi heimild til beinna sekta, án íhlutunar bæjarfélags, í líkingu við sektir lögreglu fyrir hraðakstur og umferðalagabrot. Bjarni segir í rauninni vera gat í kerfinu sem geri það að verkum að slökkviliðið hafi ekki nógu góð úrræði til að tryggja öryggi borgaranna. Fréttir Innlent Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vantar úrræði til að tryggja öryggi borgaranna, segir framkvæmdastjóri forvarnadeildar. Brýn þörf sé á að slökkviliðið hafi heimild til að sekta þá beint sem láta undir höfuð leggjast að sinna kröfum um úrbætur á brunavörnum. Á þessu ári hefur slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sent 531 húseiganda athugasemdir vegna ónógra brunavarna. Af þeim hefur tæpur helmingur, eða 236, enn ekki gert nauðsynlegar úrbætur og hafa fengið frest. Slökkviliðið beitir sér ekki ef lakar eldvarnir ógna eingöngu eignum og fyrirséð er að langflest þessara mála fer í það sem kallað er „safnhaugur“, eða, enda sem ólokin mál þar sem ekki er ástæða til frekari aðgerða. Hins vegar vofa dagsektir yfir níu af þeim 236 aðilum sem hafa látið undir höfuð leggjast að bæta úr eldvörnum en til slíkra þvingunaraðgerða er einungis gripið ef sýnt þykir að öryggi fólks sé ógnað. Athygli vekur að í þeim hópi er Reykjalundur og einnig þótti nauðsyn til að beita dvalarheimilið Hrafnistu í Hafnarfirði slíkum þvingunum. Dagsektarferlið er þó seinvirkt enda þarf viðkomandi sveitarfélag að samþykkja að til þess sé gripið. Eigandi húsnæðisins fær þar að auki sex mánaða frest til úrbóta. Auk þess er hægt að leggja fram verkáætlun í samstarfi við slökkviliðið. Gangi það eftir fellur sektin niður. Hrafnista í Hafnarfirði hefur unnið eftir þessu kerfi og þykja hafa staðið við áætlun. Í tilfelli Reykjalundar hefur bæjarstjórn Mosfellsbæjar ekki samþykkt að dagsektum verði beitt, þrátt fyrir að beiðni slökkviliðsins hafi legið á borði hennar frá byrjun júlí. Fyrirtækið Hringrás var ekki inni í slíku ferli en hafði þó fengið kröfu frá slökkviliðinu um að gera grein fyrir því á hvern hátt þeir myndu hindra að hættuástand skapaðist. Málið var talið á gráu svæði, enda um að ræða dekkjahrúgur en ekki húsbyggingu. Í kjölfar stórbrunans hefur lögfræðingur slökkviliðisins þó metið það sem svo að lögum samkvæmt hefði verið hægt að beita fyrirtækið dagsektum. Slökkviliðið hefur einnig heimild í lögum til að beita lokunaraðgerðum, koma upp öryggisvakt eða gangast í að viðunandi brunavörnum sé komið upp á kostnað eigenda. Bjarni Kjartansson, framkvæmdastjóri forvarnardeildar slökkviliðsins, segir afar sjaldgæft að gripið sé til slíkra úrræða, enda geri öguð vinnubrögð góðrar stjórnsýslu það að verkum að slíkt er seinvirkt og ekki sérlega skilvirkt. Hann telurhins vegar brýna þörf á að slökkviliðið hafi heimild til beinna sekta, án íhlutunar bæjarfélags, í líkingu við sektir lögreglu fyrir hraðakstur og umferðalagabrot. Bjarni segir í rauninni vera gat í kerfinu sem geri það að verkum að slökkviliðið hafi ekki nógu góð úrræði til að tryggja öryggi borgaranna.
Fréttir Innlent Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira