Innlent

Íslenskunám á Netinu

Útlendingar geta nú lært íslensku á Netinu því vefnámskeiðinu Icelandic Online var formlega komið í gagnið í Norræna húsinu í dag. Þetta er gagnvirkt námsefni sem samsvarar 45-90 klukkustunda námi og er öllum opið, án endurgjalds. Námskeiðið, sem opnað var formlega með viðhöfn í Norræna húsinu í dag, er þróað af kennurum og nemendum Háskóla Íslands í samvinnu við íslenskulektora við fimm evrópska háskóla og Háskólann í Wisconsin í Bandaríkjunum. Námskeiðnu, sem byggir á myndrænu og gagnvirku námsefni, er ætlað að gera fólki kleift að ná grunntökum á íslensku í gegnum Netið. Aðstandendur verkefnisins voru að vonum kátir í dag, enda afrakstur mikillar undirbúningsvinnu loks að koma í ljós. Verkefnisstjóri Icelandic Online, Birna Arnbjörnsdóttir, er ánægð með fyrsta hluta verkefnisins og er sannfærð um að fjöldi fólks taki tækifærinu, til þess að byrja að læra íslensku á einfaldan hátt, með opnum örmum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×