Skemmtilegt að borða Sushi 27. ágúst 2004 00:01 Sigríður Guðmarsdóttir prestur er nýkomin heim eftir fjögurra ára búsetu í Bandaríkjunum. Hún er ánægð með að vera komin heim en saknar þó eins. "Það sem mér finnst skemmtilegast að borða er sushi með soja, grænu wasabi og appelsínugulri engiferrót Það er matur sem ég verð aldrei leið á og get troðið mig út af því en verð samt aldrei óþægilega södd. Mér hefur alltaf þótt gott að borða að borða fisk og grjónagraut og í sushi fæ ég þetta hvortveggja í sama mál. Mér finnst það líka svo fallegur matur og svo er svo ofsalega gaman að borða með prjónum." Sigríður man alveg hvenær hún smakkaði sushi fyrst. "Það var fyrir fjórum árum þegar ég flutti til Bandaríkjanna. Ég sá mann af asískum uppruna sem var að búa til eitthvað sem leit út eins og rúlluterta nema þegar betur var að gáð var hún úr hrísgjónum og þangi. Ég ákvað að prófa og hefði aldrei trúað því að það væri svona gott að borða hráan fisk. Ég hef aldrei prófað að gera sushi sjálf en ef ég finn ekki sushi-veitingastað á Íslandi fljótlega þá verð ég að læra það. Ég hef heyrt af nokkrum stöðum en ekki séð þetta í búðunum hér. Ég held að það hljóti að vera hægt að koma Íslendingum upp á að borða hráan fisk." Sigríður hefur í mörgu að snúast þessa dagana því hún er að taka við starfi sóknarprests í nýrri sókn í Grafarholti. "Ég er farin að vinna sem sóknarprestur og aðeins byrjuð að skíra svo starfið er allt að fara í gang. Ég verð svo sett inn í embætti á sunnudaginn og þá hefst starfið mitt hér svona formlega. Þannig að ég er mjög ánægð með að vera komin heim og ef ég finn góðan sushi-stað þá er lífið fullkomið," segir Sigríður og hlær. Matur Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sigríður Guðmarsdóttir prestur er nýkomin heim eftir fjögurra ára búsetu í Bandaríkjunum. Hún er ánægð með að vera komin heim en saknar þó eins. "Það sem mér finnst skemmtilegast að borða er sushi með soja, grænu wasabi og appelsínugulri engiferrót Það er matur sem ég verð aldrei leið á og get troðið mig út af því en verð samt aldrei óþægilega södd. Mér hefur alltaf þótt gott að borða að borða fisk og grjónagraut og í sushi fæ ég þetta hvortveggja í sama mál. Mér finnst það líka svo fallegur matur og svo er svo ofsalega gaman að borða með prjónum." Sigríður man alveg hvenær hún smakkaði sushi fyrst. "Það var fyrir fjórum árum þegar ég flutti til Bandaríkjanna. Ég sá mann af asískum uppruna sem var að búa til eitthvað sem leit út eins og rúlluterta nema þegar betur var að gáð var hún úr hrísgjónum og þangi. Ég ákvað að prófa og hefði aldrei trúað því að það væri svona gott að borða hráan fisk. Ég hef aldrei prófað að gera sushi sjálf en ef ég finn ekki sushi-veitingastað á Íslandi fljótlega þá verð ég að læra það. Ég hef heyrt af nokkrum stöðum en ekki séð þetta í búðunum hér. Ég held að það hljóti að vera hægt að koma Íslendingum upp á að borða hráan fisk." Sigríður hefur í mörgu að snúast þessa dagana því hún er að taka við starfi sóknarprests í nýrri sókn í Grafarholti. "Ég er farin að vinna sem sóknarprestur og aðeins byrjuð að skíra svo starfið er allt að fara í gang. Ég verð svo sett inn í embætti á sunnudaginn og þá hefst starfið mitt hér svona formlega. Þannig að ég er mjög ánægð með að vera komin heim og ef ég finn góðan sushi-stað þá er lífið fullkomið," segir Sigríður og hlær.
Matur Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira