Innlent

Bann við auglýsingum ólöglegt?

EFTA dómstóllinn í Lúxemborg mun skera úr um hvort bann við áfengisauglýsingum í Noregi samræmist EES samningnum. Tilefnið er beiðni frá norska Markaðsráðinu til EFTA-dómstólsins, en ráðið hefur úrskurðarvald í Noregi um lögmæti auglýsinga á vörum og þjónustu. Í Stiklum, vefriti utanríkisráðuneytisins, segir að Félags- og heilbrigðisráðuneyti Noregs hafi kvartað til ráðsins vegna áfengisauglýsinga sem birtust í tímaritinu Vinforum í desember síðastliðnum. Niðurstaða EFTA dómstólsins gæti verið ráðgefandi um hvort bann við áfengisauglýsingum hér á landi brjóti í bága við EES samninginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×