Innlent

Reglur endurskoðaðar vegna brots

Vinnureglur sem lúta að ráðningu skólabílstjóra í Rangárþingi ytra verða endurskoðaðar, að sögn Guðmundar I. Gunnlaugssonar sveitarstjóra. Komið hefur í ljós að skólayfirvöld brutu stjórnsýslulög í sumar þegar aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Hellu réði tengdason skólastjórans sem skólabílstjóra. "Þarna virðist mönnum hafa orðið á í messunni og við viðurkennum það," segir Guðmundur. Alls sóttu fimm um stöðuna og segist Guðmundur biðja þá sem ekki fengu starfið velvirðingar. Þeim hafi verið boðið að gera kröfu um bætur vegna kostnaðar við umsóknina og þar með telji hann málinu lokið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×