Innlent

klukkustund að aka 15 kílómetra

"Ég er nú ekki venjulega á ferð svona snemma dags en það tók mig heilar 50 mínútur að komast þessa fimmtán kílómetra," segir Sigurður B. Finnsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Sigurður er einn þeirra sem keyra talsverða leið úr og í vinnu og það sem hann taldi stystu leið úr Mosfellsbæ að Háskóla Íslands í Vesturbæ Reykjavíkur tók hann tæpan klukkutíma að keyra á háannatíma fyrr í vikunni. "Eftir á að hyggja var ákveðið hugsunarleysi að ætla að fara beina leið milli tveggja punkta en ég bý svo vel að fara síðar í vinnu en aðrir og þess vegna losna ég við mesta umferðarstrauminn."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×