Þróunarríki örvænta 26. desember 2004 00:01 Lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Búenos Aíres lauk með málamiðlunum um hvernig bregðast eigi við hlýnun á jörðinni. Einungis náðist samkomulag um hvernig viðræðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verði háttað á næstunni. Fallist var á nokkurra daga málþing á næsta ári þar sem rætt verður um vandann og möguleg viðbrögð. Helstu ágreiningsefni milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins snerust um hvað eigi að gera þegar Kyoto-samkomulaginu lýkur árið 2012. Stjórn Bandaríkjanna sagði sig frá samkomulaginu árið 2001 og hefur fram til þessa neitað að taka þátt í viðræðum um hvað taki við að því loknu. Í Kyoto-samkomulaginu er gert ráð fyrir að þjóðir sem undirrituðu samkomulagið dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 5,2 prósent frá því sem hún var árið 1990. Evrópusambandið hefur reynt að fá Bandaríkin og fjölmenn lönd eins og Kína og Indland til að undirbúa samkomulag um enn frekari takmarkanir við losun gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2012. Suður-Afríka og fleiri þróunarríki tóku undir afstöðu Evrópusambandsins. Eyríki sem stafar ógn af hækkun yfirborðs sjávar hvöttu til þess að hert yrði á baráttunni gegn hlýnun jarðar. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sat fundinn í Búenos Aíres. Hann segir að fulltrúar Bandaríkjanna hafi einsett sér að eyðileggja fundinn en tekist hafi að bjarga því fyrir horn. Kyoto-samkomulagið lifi og byrjað verði á samningaviðræðum á næsta ári um hvernig taka eigi á málum eftir 2012. Hann segir Bandaríkjastjórn og George Bush Bandaríkjaforseta leggjast gegn aðgerðum en Evrópa, Japan og Kanada reyni að halda sínu striki, en þessar þjóðir hafi kosið að gera eitthvað til að forða loftslagsbreytingum. Hins vegar hafi örvæntingar gætt hjá fulltrúum eyríkja og fátækra þróunarríkja á ráðstefnunni í Búenos Aíres. Bæði vegna þess að þau verði mest fyrir barðinu á loftslagsbreytingum og breyttu veðurfari, auk þess sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að taka á afleiðingunum. Hann segir Hollendinga gera ráð fyrir því að verja fimmtán milljónum evra í eflingu sjóvarnargarða vegna hækkunar sjávar. Slíka fjármuni hafi fátækari ríki hins vegar ekki og eigi þannig erfiðara um vik að verjast flóðum. "Úrræðaleysi einkenndi málflutning fulltrúa margra þjóða," segir Árni. "Þarna var maður frá Bangladess sem spurði hvert 120 milljónir íbúa landsins ættu að flýja þegar það verður óbýlt vegna flóða." Nýsjálendingar hafa þegar boðist til að taka á móti íbúum eyjunnar Túvalú vegna hækkun yfirborðs sjávar, en þeir eru aðeins nokkur þúsund talsins. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Búenos Aíres lauk með málamiðlunum um hvernig bregðast eigi við hlýnun á jörðinni. Einungis náðist samkomulag um hvernig viðræðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verði háttað á næstunni. Fallist var á nokkurra daga málþing á næsta ári þar sem rætt verður um vandann og möguleg viðbrögð. Helstu ágreiningsefni milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins snerust um hvað eigi að gera þegar Kyoto-samkomulaginu lýkur árið 2012. Stjórn Bandaríkjanna sagði sig frá samkomulaginu árið 2001 og hefur fram til þessa neitað að taka þátt í viðræðum um hvað taki við að því loknu. Í Kyoto-samkomulaginu er gert ráð fyrir að þjóðir sem undirrituðu samkomulagið dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 5,2 prósent frá því sem hún var árið 1990. Evrópusambandið hefur reynt að fá Bandaríkin og fjölmenn lönd eins og Kína og Indland til að undirbúa samkomulag um enn frekari takmarkanir við losun gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2012. Suður-Afríka og fleiri þróunarríki tóku undir afstöðu Evrópusambandsins. Eyríki sem stafar ógn af hækkun yfirborðs sjávar hvöttu til þess að hert yrði á baráttunni gegn hlýnun jarðar. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sat fundinn í Búenos Aíres. Hann segir að fulltrúar Bandaríkjanna hafi einsett sér að eyðileggja fundinn en tekist hafi að bjarga því fyrir horn. Kyoto-samkomulagið lifi og byrjað verði á samningaviðræðum á næsta ári um hvernig taka eigi á málum eftir 2012. Hann segir Bandaríkjastjórn og George Bush Bandaríkjaforseta leggjast gegn aðgerðum en Evrópa, Japan og Kanada reyni að halda sínu striki, en þessar þjóðir hafi kosið að gera eitthvað til að forða loftslagsbreytingum. Hins vegar hafi örvæntingar gætt hjá fulltrúum eyríkja og fátækra þróunarríkja á ráðstefnunni í Búenos Aíres. Bæði vegna þess að þau verði mest fyrir barðinu á loftslagsbreytingum og breyttu veðurfari, auk þess sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að taka á afleiðingunum. Hann segir Hollendinga gera ráð fyrir því að verja fimmtán milljónum evra í eflingu sjóvarnargarða vegna hækkunar sjávar. Slíka fjármuni hafi fátækari ríki hins vegar ekki og eigi þannig erfiðara um vik að verjast flóðum. "Úrræðaleysi einkenndi málflutning fulltrúa margra þjóða," segir Árni. "Þarna var maður frá Bangladess sem spurði hvert 120 milljónir íbúa landsins ættu að flýja þegar það verður óbýlt vegna flóða." Nýsjálendingar hafa þegar boðist til að taka á móti íbúum eyjunnar Túvalú vegna hækkun yfirborðs sjávar, en þeir eru aðeins nokkur þúsund talsins.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira