Kristinn er okkar þingmaður 21. október 2004 00:01 Þrjú félög framsóknarmanna á Vestfjörðum mótmæla þeirri ákvörðun þingflokks Framsóknarflokksins að útiloka Kristinn H. Gunnarsson frá setu í fastanefndum Alþingis. Félögin eru Framsóknarfélag Barðastrandarsýslu, Bolungarvíkur og Hólmavíkurhrepps. "Það er þvílíkt mál að einn þingmaður sé gerður áhrifalaus. Kristinn H. Gunnarsson er kosinn á þing af okkur. Hann er okkar þingmaður ekki þeirra," segir Sveinn Bernódusson, formaður Framsóknarfélags Bolungarvíkur. Í álktunum sem félögin sendu frá sér í kjölfar aðalfunda undanfarna daga kemur fram að "þess sé krafist að þingflokkurinn endurskoði ákvörðun sína og tryggi þar með fullan rétt og áhrif allra þingmanna flokksins". Ákvörðun þingflokksins er sögð vega "alvarlega að lýðræðinu og skerðir áhrif og vægi flokksmanna og kjósenda flokksins í kjördæminu." Sveinn segist vonast til þess að þingflokkurinn skýri ástæðuna fyrir ákvörðuninni. "Mér finnst hún ekki hafa komið fram þótt þingflokksformaður hafi tínt til gömul mál sem ekki eru þess eðlis að hægt sé að tala um trúnaðarbrest," segir Sveinn. Spurður hverja hann telji skýringuna vera segist Sveinn telja að hún felist í því að Kristinn hefur verið með sjálfstæða skoðun og látið hana í ljós. "Hann hefur farið með skoðanir hins almenna flokksmanns inn í þingflokkinn, haldið þeim ötullega fram og verið harður í því," segir Sveinn. Hann segist líta á þetta sem skoðanakúgun og að verið sé að henda þeim í burtu sem séu óþekkir. "Forusta flokksins hefur verið að huga meira að því sem menn hafa kallað liðsheildina án þess að hugsa um fyrir hvað þeir standa. Flokkurinn hefur beygt ansi mikið til hægri og gleymt rótum sínum hér á landsbyggðinni," segir Sveinn. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að þingflokkurinn hafi móttekið ályktanirnar. "Við tökum þær til skoðunar, eins og allar ályktanir sem við fáum. Við höfum ekki meira um það að segja," segir Hjálmar. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Sjá meira
Þrjú félög framsóknarmanna á Vestfjörðum mótmæla þeirri ákvörðun þingflokks Framsóknarflokksins að útiloka Kristinn H. Gunnarsson frá setu í fastanefndum Alþingis. Félögin eru Framsóknarfélag Barðastrandarsýslu, Bolungarvíkur og Hólmavíkurhrepps. "Það er þvílíkt mál að einn þingmaður sé gerður áhrifalaus. Kristinn H. Gunnarsson er kosinn á þing af okkur. Hann er okkar þingmaður ekki þeirra," segir Sveinn Bernódusson, formaður Framsóknarfélags Bolungarvíkur. Í álktunum sem félögin sendu frá sér í kjölfar aðalfunda undanfarna daga kemur fram að "þess sé krafist að þingflokkurinn endurskoði ákvörðun sína og tryggi þar með fullan rétt og áhrif allra þingmanna flokksins". Ákvörðun þingflokksins er sögð vega "alvarlega að lýðræðinu og skerðir áhrif og vægi flokksmanna og kjósenda flokksins í kjördæminu." Sveinn segist vonast til þess að þingflokkurinn skýri ástæðuna fyrir ákvörðuninni. "Mér finnst hún ekki hafa komið fram þótt þingflokksformaður hafi tínt til gömul mál sem ekki eru þess eðlis að hægt sé að tala um trúnaðarbrest," segir Sveinn. Spurður hverja hann telji skýringuna vera segist Sveinn telja að hún felist í því að Kristinn hefur verið með sjálfstæða skoðun og látið hana í ljós. "Hann hefur farið með skoðanir hins almenna flokksmanns inn í þingflokkinn, haldið þeim ötullega fram og verið harður í því," segir Sveinn. Hann segist líta á þetta sem skoðanakúgun og að verið sé að henda þeim í burtu sem séu óþekkir. "Forusta flokksins hefur verið að huga meira að því sem menn hafa kallað liðsheildina án þess að hugsa um fyrir hvað þeir standa. Flokkurinn hefur beygt ansi mikið til hægri og gleymt rótum sínum hér á landsbyggðinni," segir Sveinn. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að þingflokkurinn hafi móttekið ályktanirnar. "Við tökum þær til skoðunar, eins og allar ályktanir sem við fáum. Við höfum ekki meira um það að segja," segir Hjálmar.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Sjá meira