Gott að búa við eigin nöldur 21. október 2004 00:01 Þingmenn lýstu þungum áhyggjum af því að stóreignamenn væru að kaupa upp jarðir, á Alþingi í morgun og er nýjum jarðalögum kennt um. Landbúnaðarráðherra segir nýja tíma í uppsiglingu. Hann var gagnrýndur fyrir að svara ekki spurningum um málið, en ráðherra sagði gott að búa við nöldrið sitt. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, fór fram á utandagskrárumræðu um málið á Alþingi í morgun. Hann sagði að áður fyrr hefðu stóreignamenn átt allar bestu jarðirnar, en þeirri þróun hefði nú verið snúið við þannig að bændur ættu sínar jarðir sjálfir í stað þess að vera leiguliðar. Jarðalög sem Alþingi samþykkti í vor hafi hins vegar snúið þróuninni til baka. Nú séu fjársterkir aðilar að kaupa jarðir og framleiðslu og sé svo komið að tugir jarða séu í eigu sömu manna. Jón taldi að ef þessi þróun gengi áfram, myndi það rústa landbúnaðinum. Hann spurði því landbúnaðarráðherra hvort að ríkisstjórnin ætlaði að grípa til einhverra aðgerða eða lagasetninga til að koma í veg fyrir þetta. Guðni Ágústsson sté í ræðustól og fjallaði um búmennsku vítt og breitt og talaði um að það hefði verið hallærislegt á sínum tíma að vera bóndi, en nú væri slíkt komið í tísku og með nýsköpun í íslenskum landbúnaði væri búið að hefja íslenska sveitamenn til virðingar. Hann sagðist fagna því að Íslendingum þætti vænt um sveitina og að hann hefði verið snupraður fyrir að vera rómantískur sveitakall. Hann sagði ekkert mega gera til að stöðva þá framfaraþróun sem nú ætti sér stað, hún hefði orðið til að styrkja búin og sveitirnar. Guðni tók sem dæmi sveitirnar í nágrenni þéttbýlis eins og í Ölfusi, þar sem fækkun kúabúa væri ekki af hinu illa og þar keppti kýrin ekki við það að sofa út á sunnudögum. Í lok ræðu sinnar sagðist hann hins vegar hafa viljað svara fyrirspyrjanda betur. Skortur á svörum varð einmitt tilefni gagnrýni stjórnarandstöðunnar, eins og fram kom í máli Kolbrúnar Halldórsdóttur. Hún sagði það afar slæmt að ráðherra byrjaði að svara spurningum þegar ræðutíma hans væri að ljúka, enda vildu þingmenn skiptast á skoðunum við ráðherrann. Hún sagði Guðna ekki hafa gert tilraun til þess að svara spurningum og það lýsti augljóslega hugarfari hans í málinu. Í sama streng tók Jón Bjarnason, fyrirspyrjandi, sem sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með ræðu ráðherra, sem hefði snúist um að hlægja að eigin fyndni og segja svo að lokum að ekkert ætti að gera. Landbúnaðarráðherra sagðist í lok umræðunnar fullyrða að 95% þeirra 900 kúabænda sem væru í mjólkurframleiðslu væru sjálseignarbændur. Guðni sagði þingmennina hafa skammað sig fyrir fimm árum á sama hátt og nú, en hann vissi sem væri að það væri gott að búa við nöldrið sitt. Fréttir Innlent Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þingmenn lýstu þungum áhyggjum af því að stóreignamenn væru að kaupa upp jarðir, á Alþingi í morgun og er nýjum jarðalögum kennt um. Landbúnaðarráðherra segir nýja tíma í uppsiglingu. Hann var gagnrýndur fyrir að svara ekki spurningum um málið, en ráðherra sagði gott að búa við nöldrið sitt. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, fór fram á utandagskrárumræðu um málið á Alþingi í morgun. Hann sagði að áður fyrr hefðu stóreignamenn átt allar bestu jarðirnar, en þeirri þróun hefði nú verið snúið við þannig að bændur ættu sínar jarðir sjálfir í stað þess að vera leiguliðar. Jarðalög sem Alþingi samþykkti í vor hafi hins vegar snúið þróuninni til baka. Nú séu fjársterkir aðilar að kaupa jarðir og framleiðslu og sé svo komið að tugir jarða séu í eigu sömu manna. Jón taldi að ef þessi þróun gengi áfram, myndi það rústa landbúnaðinum. Hann spurði því landbúnaðarráðherra hvort að ríkisstjórnin ætlaði að grípa til einhverra aðgerða eða lagasetninga til að koma í veg fyrir þetta. Guðni Ágústsson sté í ræðustól og fjallaði um búmennsku vítt og breitt og talaði um að það hefði verið hallærislegt á sínum tíma að vera bóndi, en nú væri slíkt komið í tísku og með nýsköpun í íslenskum landbúnaði væri búið að hefja íslenska sveitamenn til virðingar. Hann sagðist fagna því að Íslendingum þætti vænt um sveitina og að hann hefði verið snupraður fyrir að vera rómantískur sveitakall. Hann sagði ekkert mega gera til að stöðva þá framfaraþróun sem nú ætti sér stað, hún hefði orðið til að styrkja búin og sveitirnar. Guðni tók sem dæmi sveitirnar í nágrenni þéttbýlis eins og í Ölfusi, þar sem fækkun kúabúa væri ekki af hinu illa og þar keppti kýrin ekki við það að sofa út á sunnudögum. Í lok ræðu sinnar sagðist hann hins vegar hafa viljað svara fyrirspyrjanda betur. Skortur á svörum varð einmitt tilefni gagnrýni stjórnarandstöðunnar, eins og fram kom í máli Kolbrúnar Halldórsdóttur. Hún sagði það afar slæmt að ráðherra byrjaði að svara spurningum þegar ræðutíma hans væri að ljúka, enda vildu þingmenn skiptast á skoðunum við ráðherrann. Hún sagði Guðna ekki hafa gert tilraun til þess að svara spurningum og það lýsti augljóslega hugarfari hans í málinu. Í sama streng tók Jón Bjarnason, fyrirspyrjandi, sem sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með ræðu ráðherra, sem hefði snúist um að hlægja að eigin fyndni og segja svo að lokum að ekkert ætti að gera. Landbúnaðarráðherra sagðist í lok umræðunnar fullyrða að 95% þeirra 900 kúabænda sem væru í mjólkurframleiðslu væru sjálseignarbændur. Guðni sagði þingmennina hafa skammað sig fyrir fimm árum á sama hátt og nú, en hann vissi sem væri að það væri gott að búa við nöldrið sitt.
Fréttir Innlent Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira