Loftlaust á tónleikum 5. júlí 2004 00:01 Fjórir gestir á tónleikum Metallicu voru fluttir á slysadeild eftir að þeir féllu í öngvit og tugir áttu erfitt með andardrátt, vegna loftleysis í Egilshöll í gærkvöld. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þó að allt hafi farið vel fram og gefur tónleikagestum bestu einkunn. Átján þúsund manns voru samankomnir á tónleikum bandarísku þungarokksveitarinnar Metallica í Egilshöll, sem er íslandsmet, því aldrei áður hafa jafn margir komið saman hér á landi undir einu þaki. Vel á þriðja hundrað manns starfaði við gæslu, en lögreglan vissi ekki við hverju mætti búast og voru um 40 lögreglumenn á staðnum. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði að ákveðinn kvíðbogi hafi verið með þeim en allt hafi gengið ljúfmannlega fyrir sig. Eftir upphitun í höllinni myndaðist mikill hiti innanhúss. Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Egilshallar, segir að loftræstikerfið hafi í fyrstu ekki verið í gangi, að kröfu meðlima Metallica, sem létu dæla mistri inn í rýmið, til að skapa ákveðna stemningu, en kerfið geti annað allt að 20 þúsund manns. Talsverð bið var eftir því að sveitin kæmi á sviðið og á tímabili fóru þrengslin og loftleysið að segja verulega til sín, því ýmsir áttu orðið erfitt með andardrátt. Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir að hafa fallið í öngvit og björgunarsveitarmenn hjálpuðu töluverðum fjölda við að koma sér út úr húsinu. Strax var brugðist við ástandinu og segir Páll Þór að um leið og loftræsting hafi verið sett í gang og hliðar hússins verið opnaðar, hafi komið góð hreyfing á loftið og fólki liðið betur. Vel gekk síðan að hleypa fólkinu út úr tónleikahöllinni. Forsvarsmenn Egilshallar, tónleikahaldarar og lögreglan munu nú fara yfir þessi mál í ljósi reynslunnar sem nú er fengin, en þeir telja ýmislegt hægt að læra af henni. Geir Jón telur vel hægt að halda svona stóra tónleika ef fólk heldur sig frá áfengi. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Fjórir gestir á tónleikum Metallicu voru fluttir á slysadeild eftir að þeir féllu í öngvit og tugir áttu erfitt með andardrátt, vegna loftleysis í Egilshöll í gærkvöld. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þó að allt hafi farið vel fram og gefur tónleikagestum bestu einkunn. Átján þúsund manns voru samankomnir á tónleikum bandarísku þungarokksveitarinnar Metallica í Egilshöll, sem er íslandsmet, því aldrei áður hafa jafn margir komið saman hér á landi undir einu þaki. Vel á þriðja hundrað manns starfaði við gæslu, en lögreglan vissi ekki við hverju mætti búast og voru um 40 lögreglumenn á staðnum. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði að ákveðinn kvíðbogi hafi verið með þeim en allt hafi gengið ljúfmannlega fyrir sig. Eftir upphitun í höllinni myndaðist mikill hiti innanhúss. Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Egilshallar, segir að loftræstikerfið hafi í fyrstu ekki verið í gangi, að kröfu meðlima Metallica, sem létu dæla mistri inn í rýmið, til að skapa ákveðna stemningu, en kerfið geti annað allt að 20 þúsund manns. Talsverð bið var eftir því að sveitin kæmi á sviðið og á tímabili fóru þrengslin og loftleysið að segja verulega til sín, því ýmsir áttu orðið erfitt með andardrátt. Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir að hafa fallið í öngvit og björgunarsveitarmenn hjálpuðu töluverðum fjölda við að koma sér út úr húsinu. Strax var brugðist við ástandinu og segir Páll Þór að um leið og loftræsting hafi verið sett í gang og hliðar hússins verið opnaðar, hafi komið góð hreyfing á loftið og fólki liðið betur. Vel gekk síðan að hleypa fólkinu út úr tónleikahöllinni. Forsvarsmenn Egilshallar, tónleikahaldarar og lögreglan munu nú fara yfir þessi mál í ljósi reynslunnar sem nú er fengin, en þeir telja ýmislegt hægt að læra af henni. Geir Jón telur vel hægt að halda svona stóra tónleika ef fólk heldur sig frá áfengi.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira